Teningur - 01.04.1986, Side 37

Teningur - 01.04.1986, Side 37
“Uppstilling“, akrýl á pappír 1985, 42 x 59 cm. Annars vegar eftir Magritte þar sem hann skrifar einmitt eitthvað sem passar ekki við, og svo hins vegar í konseftinu, þá var m jög oft unnið með andstæður, ef ég man rétt. Tumi: Sko, ég var að vinna með þetta h'ka þegar ég var úti í Hollandi, maður gerði mikið af því að gera stórar svart- hvítar ljósmyndir sem voru út fókus og skrifaði á þær eitthvað sem var bara hugsun, bara svona venjulega hugsun sem skipti engu máli og hélt svo áfram nteð þetta, að skrifa svona hluti, og ég var þá að reyna að gera mynd af því þegar maður er að tala og er síðan að hugsa eitthvað annað allan tímann á meðan. Þú veist, maður segir eitthvað en er allan tímann með eitthvað annað í huga h'ka, sér eitthvað annað fyrir sér. Gunnar: Pú byrjaðir sem sagt á ljós- myndum og síðan á skúlptúr. Tumi: Eg gerði afsteypur af hlutum úr polyester sem stóðu á grunni, á spýtu, og gítarstrengur á milli. Hver hlutur hafði einn tón, sem tengist þessu líka. lngólfur: En af hverju kom þá stökkið að mála með pensli? Tumi: Það var tússpenninn fyrst. Það var eiginlega bara að ég hafði ekki að- stöðu til að vinna öðruvísi. Á Spáni þá hafði ég enga vinnustofu, svo aðstaðan gerði það að ég varð að nota bara túss. Og á íslandi hélt ég áfram að nota túss og svo kom lakkið og svo olían. Gunnar: Þá má segja að liturinn hafi komið í stað orðsins þegar þú fórst að mála. Kristinn: Þarna negldi hann þig! Tumi: Eg verð bara að fara að gera eitt- hvað annað. / ágústlok 1985. 35

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.