Teningur - 01.04.1986, Page 39

Teningur - 01.04.1986, Page 39
ÓDYSSEIFSFERÐ Ef þú heldur mig setja á flot þúsund skip til aö ná í þig eins og grikkir geröu til að ná í Helenu fögru? Nei Ég ætla í Ódysseifsferð um nóttina að hlusta á söng Sírenanna og binda mig fastan við mastur vímunnar. Ég ætla að draga að húni segl ruglaðra skilningarvita og í það blása þýðir vindar tómsins og eilífðarinnar. Ég ætla að dauðrota tímann þennan óþolandi vin skynseminnar og endalokanna. Ég ætla að negla píu, nei neglan er pía á siglingu minni um stormasamt haf vínglassins og þoku pípunnar. Ég ætla að finna mína Kalýpsó og sameinast takti trumbunnar áður en við pöntum far heim. Ég ætla að skipta um farkost og leggja á tvíbreitt bak þarfasta þjónsins rykfallið portretið af Penelópu. Seiðandi hljómfall trumbunnar st jórnar taktinum þegar slegið er undir nára og sundriðið í fullnægingarfljóti vímunnar. Ef þú heldur mig setja á flot þúsund skip til að ná í þig eins og grikkir gerðu til að ná í Helenu fögru? Nei TVENNSKONAR TÍMI Hefði þeim lent saman hér áður fyrr á árunum Prins Valíant og Agli Skallagrímssyni trúi ég Snorri Sturluson hefði skrifað teiknimyndasögu í gotneskum stíl. Sverðið Syngjandi á hörpu Hringborðsins sigurljóð tóm úr grjóthoggnum kastala norður íTúle með slæðingi frá Þokueyjunum. Meðan Naður saltaði kýr í kagga beit menn á barkann girtur grófleitum manni tuðandi tvítuga drápu sér til Höfuðlausnar Hefði Naður sljóvgað Sverðið Syngjandi hér áður fyrr á árunum trúi ég Snorri Sturluson hefði slegið í gegn. FORGET IT Þegar stúlkan sem þú sefur stundum hjá tekur með sér handhægan tannbursta á böll forget it

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.