Teningur - 01.04.1986, Side 48
Pílatus er Kristur var leiddur fram
með þyrnikórónuna. (246)
f þessu felst undankomuleið Guðmund-
ar Andra. í hörðum heimi ótta og angist-
ar gengst hann við barninu í sjálfum sér
og upplifir heiminn með Hringi syni sín-
um sem er enn óspilltur og syndlaus:
Hvað viðtækið hans (Hrings) er tært
og hreint, engin aukahljóð eða trufl-
anir, enginn nagandi ótti eða lamandi
kvíði. (211)
Fallegustu kaflar bókarinnar segja frá
viðskiptum þeirra feðga, óhemjugangin-
um og sköpunarkraftinum í Hringi sem
heillar föður hans stöðugt:
Ef maður gæti verið eins og bömin
leika sér. Allt undir kontról af því þau
hafa svo algera sköpunargáfu að þau
geta brugðið sér í allra kvikinda líki.
Skipta um ham, hamsleysið.
Pabbi ég er búinn!
Þessi virkni, óhemjuathöfn. Bunkar
af teikningum liggja eftir einn morg-
un. Omæld kubbaverk. Talað og
sungið í klósettrúlluhólk. (43-4)
Tilkoma Hrings minnir á fagnaðarerind-
ið: ,,En það bar til um þessar mundir /
að ég var að lesa undir próf.“ (272) En
við vitum að það er „enginn heima til að
taka á móti Fagnaðarerindinu." (37)
Með því að gangast undir próf er Guð-
mundur Andri líklega að segja skilið við
sína Paradís því hann þarf ,,að sýnafram
á“ eitthvað. Hann brunar úr „myrkrinu
og mýktinni og hlýjunni," (273) út í
kuldann og birtuna til móts við tilver-
una. Hringur er kominn af stað.
Heima í rúmi svaf Bylgja á sitt græna
en djúpt í myrkviðinu hafðir þú skotið
rótum.
Við vorum musteri án innihalds, það
hafði verið innréttuð í okkur trú, en
innihaldið var farið.
Þú fylltir þennan kalda geim af lífi.
(273).
Og. . .
I Sögunni allri er hvert orð, hver smá-
mynd felld inn í heildarhugsun bókar-
innar þó fátt eitt hafi verið tínt til hér.
Engu er ofaukið og undir yfirborðs-
merkingu orðanna býr alltaf einhver
Jú elskan. Og hvað? Hvað svo?
Hún hafði mörgum sinnum skipað mér til rakarans að láta hirða af mér
hárið (manns sem átti skæri og tók að sér að klippa krakka þegar hann var
beðinn um það), en ég lét hann aldrei fá hárið.
Að vísu var það vel gert, sagði John. Þú varst nógu mikill óviti til þess.
Svo þú hafðir hárið?
Já. Nema í þeim svip sem ég var að sorga þetta í drukknun minni var
gripið í hárið. Það var hár um allan heim, nóg fyrir heilu lífi, skiljiði, og ég
var með það! Og þar með var mér gefið eilíft líf.
So so, segðu nú bara svo sem tværþrjár aldir Steinar.
Það er ekki réttlátt John. Vertu sanngjam!
Þú ert þegar með eitthvað gránað hár, sagði John. Og bíddu bara við!
Brátt fer hold þitt að stynja. Bíddu bara við! Einhvern dag kemur að því að
einn eða annar jaxlinn fer að svíkja - og tennur þínar munu falla dreift í
grös, og grösin fúna...
Það er ekkert að marka árin! sagði Christie.
Það er satt Christie mín, sagði ég.
Hvað segiði! Ætlið þið að fara að lýsa frati á dagatalið!
Aldeilis!
Heldurðu þá að þú vitir hvað þú veist fremur en aðrir menn?
Aldeildis! Ég drukknaði. Ég er dmkknaður. Svo mikið ervíst.
Þannig já, nú skilég.
Ég virði þig fyrir það John. Þú ert stakur maður í veröldinni.
Svo þú spilltist í gotti? Lifir þess vegna?
Já. Líklega lifi. Eða dey. Það skiptir ekki máli hvemig maður lifir.
En sjálfsagt! sagði Christie.
Það er ekkert nema líf. Nema ég fékk líf þarna í djúpinu. Fyrir óþekkt.
Aldeilis! Samt fyrst og fremst fyrir það að guðirnir hafa elsku á mér. Þeir
vopnuðu mig hárinu, skiljiði. Þeir urðu að gera það ef þeir áttu að fá að
halda elsku til mín, og þar hafiði það.
Svo þú trúir að guð sé guð? Ætlarðu virkilega að segja mér það?
Ég væri nú meira fíflið ef ég gerði það ekki.
Nú er nóg komið!
Hvers vegna skyldi ég ekki hafa fært þessum merkilegu náúngum þakk-
argerð? Hvers vegna skyldi fólk ekki heldur fagna í bók minni en gráta í
sturlaðar biblíur?
Ég vona að fólk fái að fagna í djúpinu, sagði Christie. Ég vildi að fólk
fengi að hitta drenginn litla í sjóliðabúníngnum, því hann er svo fallegur. Og
bulinn spaka, Sylvíu Spell og andlegu dömumar fínu. Þó einkanlega að það
fái að komast þángað sjálft og taka þátt í þessu öllu.
Heldurðu að von sé til þess?
Auðvitað. Hvar ætti maður að geta lifað mannsæmandi lífi nema í djúp-
inu?
46