Teningur - 01.04.1986, Page 51

Teningur - 01.04.1986, Page 51
Georges Banu Heimsóknir að handan Drög að fagurfræði leikferðanna Sumariö 1984 voru þrjátíu ár liðin frá komu Bertholts Brecht til Parísar með Mutter Courage og tuttugu ár frá sögu- legri leikferð Peters Brook um Austur- Evrópu með sviðssetningu sína á Lé konungi. Petta eru tvö a&næli sem h'tið fer fyrir, en minna okkur þó á það, að leikhússaga tuttugustu aldar er líka saga leikferðanna, þessara heimsókna að handan. Mikils háttar leikferð er alltaf uppspretta endurnýjunar. Örlög útilistar Vettvangur Ieiklistarinnar var í upphafi á útihátíðum og því hlutu leikferðir að verða köllun atvinnuleiklistar þegar hún kom til. Leikaramir ferðast milli borga- leikhúsið er borgarfyrirbæri - og koma þeirra raskar öllum venjum, er viðburð- ur í bæjarlífinu. Til að byrja með starfa leikhóparnir, sem ferðast vítt og breitt um Frakkland, Þýskaland eða Ítalíu, eft- ir sömu leikreglu: leikur einstakra leik- ara er eina undantekningin. Síðar, þegar komið er út fyrir sameiginlegt málsvæði, fer leikferðin að hafa bein áhrif á leik- hópinn og starf hans. Femando Taviani sýnir fram á að Commedia dell‘Arte hafi orðið til þegar ítölsku leikararnir komu til Parísar. Þá komu leikflokkar, sem áð- ur léku allar gerðir leiklistar, fram fyrir franska áhorfendur sem sérfræðingar í gríni, og um leið varð hreyfingin orðinu yfirsterkari af einskærri tjáningarþörf. Þannig varð til nýtt leikhúsform, sem >,auglit Parísarbúa“ festi í sessi. Það Bertholt Brectu, Helen Weigel og Berliner Ensemble i leikferð.

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.