Teningur - 01.04.1986, Page 52

Teningur - 01.04.1986, Page 52
varð til á leikferð. ”ítalska leikhúsið fæddist í útlöndum1 “ Taviani sýnir fram á það með dæmum að sýningar leikflokkanna breytast eftir áhorfendum og aðstæðum á hverjum stað sem þeir fara um. Það var einmitt þessi sveigjanleiki sýninganna sem gerði það mögulegt að ferðast með þær. „Áð- ur fyrr löguðu farandleikarar verk sín að hverjum nýjum stað eins og ekkert væri,“ skrifar Brook. „En sýningar nú- tímans eru gagnhugsaðar og búa ekki yfir slíkri aðlögunarhæfni2“. Þær koma fram fyrir áhorfendur sína sem endanleg verk og óbreytanleg. Leikferðir ensku leikaranna milli 1822 og 1828 voru sögulegar stundir í París. Nokkur leikár í röð uppgötvuðu áhorf- endur þá Shakespeare í Odeon-leikhús- inu. Þeir höfðu áður séð Talmas flytja þýðingar Ducis sem reyndi að laga Shakespeare að reglum klassíska franska harmleiksins. ”Ég var sem þrumu lostinn þegar Shakespeare hellt- ist yfir mig óviðbúinn,“ skrifar Berlioz í Minningum sínum þegar hann hefur séð Englendingana. Um leið og áhorfendum opinberaðist nýr höfundur, voru þeir furðu lostnir yfir leikstíl leikara á borð við Charles Kemble og Edmund Kean sem Alexander Dumas eldri helgaði leikritið sitt fræga eftir þessar leikferðir. Á eftir ferðum leikflokkanna koma ferðir leikaranna til sögunnar strax í lok nítjándu aldar. Stórstjömur fara vítt og breitt um heiminn eins og ópemsöngvar- ar í dag. Stjörnurnar verða alþjóðlegt fyrirbæri. Adelaide Ristori, Eleonora Duse, Salvini, Rossi, Novelli og Sarah Bernhardt leika á flestum stöðum milli Berlínar og Pétursborgar, og meira að segja í Norður- og Suður-Ameríku. (Stanislavski flokkar Salvini og Rossi meðal meistara sinna í Líf í listum). Samt er það ekki fyrr en með tilkomu leikstjórans sem hægt er að tala um leik- ferðir í nútímaskilningi þess orðs. Upp frá því standa áhorfendur frammi fyrir nýrri leiklist þegar mikils háttar sýning á leið um og hefur varanleg áhrif á þá sem hún hrífur með. Petta á sérstaklega við um leikhúsfólk í hverju landi. Ég ætla ekki að tala hér um leikferðir almennt, heldur um sögulegar leikferðir sem raska landslaginu, draga dilk á eftir sér og skapa skóla. Að sjá leikhúsið Pótt Shimamura, ein pesónan í Snœ- landi eftir Kawabata, hafi ekki kært sig um að sjá vestrænan dans, sem hún var þó að stúdera, vegna þess að hann hlyti að vera tilkomuminni í raunveruleikan- um heldur en í ímynduninni - þá þarf leikhúsmaðurinn að sjá leikhús annarra landa. „Ég þekkti kabuki-leikhús fræði- lega,“ sagði Meyerhold árið 1931,” . . . en þegar ég sá það loks eigin augum, Edmund Kean í Othello, John Philip Kemble og Edwin Booth í Hamlet. 50

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.