Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 62

Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 62
Við viljum leggja eina spurningu fyrir ykkur: Hvaða verði hefði átt að gjalda þau mistök, er orðið höfðu í Ungverjalandi, þar með talin þau mistök sem voru afleiðing af mistökum okkar sjálfra, — okkar, er áður höfðum stemmt stigu við fasismanum, þegar hann hafði lagt undir sig alla Evrópu? Við erum ósmeykir við að segja það. Hvað álítið þið, að hefði verið rétt verð ? Átti að gjalda þau því verði að sitja hjá meðan ógnaröld gagnbyltingar leystist úr læðingi ? Átti að gjalda þau með öllu því blóði ungverskra verkamanna, sem úthellt er og fasistarnir hefðu haldið áfram að úthella, ef skriðdrekar Ráðstjómarríkjanna hefðu ekki varnað þeim vegarins? Fundust ekki aðrar leiðir til að bæta fyrir mistökin en að sleppa lausum fasistískum gagnbyltingaröflum, sem ætluðu að afnema alþýðuríkið og koma á fót í Ungverjalandi hreiðri nýrrar styrjaldar? Við beinum máli okkar til ykkar: Minnizt ársins 1936, minnizt þess sem gerðist á Spáni. Þá voruð þið sama sinnis og allt heiðarlegt fólk í heiminum, að ekki gæti komið til greina neitt „afskiptaleysi“, þar sem fjöldamorð og hengingar ættu sér stað, þar sem menn væru lifandi grafnir í nafni fasismans. Hugsið ykkur um: Er ekki það, sem gerzt hefur í Ungverjalandi, árangur af löngum undirbúningi afturhalds utan þessa lands? Og þegar ungverskir menn verða píslarvottar fasista og þegar franskir afturhaldssinnar reyna að koma ,,L’Humanité“ (málgagn franska kommúnistaflokksins. Þýð.) fyrir kattarnef, er það þá ekki allt eins og hlekkir í sömu keðju? Við vitum, hvernig franskur verkalýður hefur svarað afturhaldinu. Er það ekki táknrænt um viðhorf þeirra manna í heiminum, sem í fylkingarbrjósti standa, til árásartilrauna afturhaldsins, viðhorf, sem er — og það hörmum við — svo gerandstætt yfirlýsingu ykkar? Við höfum átt fund með mörgum ykkar, Vercors, Roger Vailland, Jean-Paul Sartre, Simone de Beauvoir, Claude Morgan, í París, í Moskvu og í öðrum borgum. Á þrengingatímum hafa margir ykkar sýnt hetjulund og tekið þátt í andspyrnunni gegn fasismanum með vopn í hendi. Þá sáuð þið sannleikann. Horfizt í augu við hann núna! Ef fasisminn, afturhaldið, reynir að ná undirtökum — og tilraunir Horthy-sinna til að nota atburðina í Ungverjalandi sér í hag er ískyggileg vísbending — þá er það trú okkar, að við siglum allir á sömu fleytunni. Og við segjum ykkur afdráttarlaust: Við viljum ekki að sorgarsagan frá 1933, því ári, þegar fasisminn komst til valda, endurtaki sig einu sinni enn, hvorki 1 Ungverjalandi né neins staðar annars staðar. Og við viljum að þið vitið það og hugleiðið það- M. Sjólókoff, K. Fedín, M. Basjan, L. Léónoff, V. Ivanoff, V. Kataéff, V. Asjaéff, V. Ovétskín, S. Sergeiéff-Tsenski, H. Fors, P. Brovka, F. Gladkoff, A- Súrkoff, V. Panóva, A. Tvardorvski, N. Tíkhónoff, K. Símónoff, V. Inber, N. Pogodín, G. Markoff, E. Dolmatovski, L. Nikúlín, S. Míhækoff, A. Tsjækovski, A. Prókoféff, A. Korneitsjúk, M. Isakovski, S. Marsjak, K. Pástovski, V. Vassilévskaja, E. Kasakévitsj, B. Lavrénéff, S. Kavérín, V. Smirnoff, B. Kotsjetoff. 21. nóvember 1956 (Literatúrnaja Gazeta, 22. nóvember 1956). 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.