Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 16

Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 16
þykir mér vænst um Jóhannes úr Kötlum allra skálda- Ég þarf ekki að f jölyrða um þátt hans í ljóðsögu þessa tímabils. Hana þekkja allir. Hitt vita þeir einir, sem náin kynni hafa af Jóhannesi, hvílíkur dáindismaður hann er. Og svo? Næsti stórviðburðurinn í Ijóðheimi okkar var þegar út kom „Fagra veröld“ Tómasar- Hin fágaða ljóðlist hans hlaut að vekja mikla athygli og hrifningu, en lífsviðhorf svo borgaralega þenkjandi skálds á þessum hörmungatímum vakti furðu og hafði ekki teljandi áhrif á hinn róttæka skáldahóp. Steinn Steinarr var tvímælalaust listfengasta og hæfnasta skáld þessara ára. Þá og styrjaldarárin var blómaskeið hans og orti hann þá hvert snilldarkvæðið öðru meira. Þetta vitum við öll. — Kvæði Vilhjálms frá Skáholti frá hörðustu kreppuárunum eru einnig heimildarík um þessa tíma. Þá ber og að nefna Guðmund Böðvarsson, merkilegt, en nokkuð einhæft skáld, nýjungamaður í formi er hann ekki, frjáls maður og heilbrigður í hugsun, vakandi og frjósamur. Um margt eftirkomandi Stephans G. Stephanssonar í bókmenntum okkar. Jón Helgason gaf út bók sína 1938- Lærimeistarar hans eru Jónas Hallgrímsson, Grímur Thomsen og Fornólfur, enda á hann þeim sammerkt um margt. Hann var þá löngu frægur fyrir vísindastörf sín, maður nokkru yngri en Davíð, afbrigða listfengur og vandvirkur. Bók hans var mikill hvalreki á f jörur andspyrnumanna nýtízkuljóða. Um líkt leyti kom og út þjóðkvæðasafnið „Fagrar heyrði ég raddirnar", sem einnig ruglaði ótrúlegustu menn í ríminu. Ertu þá ekki loksins kominn að sjálfum þér? Jú, ætli það ekki. Ég fór snemma að gutla þetta með. En ef við eigum að tala um það, er bezt að víkja sér strax út í pólitíkina, svo skemmtilegt sem það nú er. Ég var fæddur þarna fyrir vestan í bannsettum vesaldómi, ólst upp í andlegu og líkamlegu svelti, sonur tveggja blásnauðra húsa, samtals 20 börn, ef þau eru meðtalin, sem dóu ung. Berklaveikin hjó og drjúgum skörð í ungviðið á þessum árum. Fóstri minn var eitthvert mesta góðmenni, sem ég hef kynnzt, en bæði hann og fóstra mín áttu sér ótrúlega hörmungasögu í uppvextinum, og ævi þeirra fyrr og síðar var vonlaus barátta. Fóstri minn var mikill kröfumaður um réttlæti: Hjá honum drakk ég í mig kenningar jafnaðarstefnunnar. Hann sagði mér að Ólafur Friðriksson væri mesti mannvinur, sem uppi væri á Islandi. Við vorum innan við fermingu verkamanna- synirnir á Patreksfirði, þegar við tókum virkan þátt í verkalýðsbaráttunni, sem var hörð og illvíg í vestfjarðaþorpunum á þessum árum. Þá fannst mér brátt lítið koma til forustumanna Alþýðuflokksins. Kommúnistarnir voru óneitanlega sannari málsvarar verkamanna á þeirri tíð. — Ég fór ungur suður. I skóla kannski ? Nei. Ég hafði ekki ástæður til að afla mér mikillar menntunar. Fór þó á alþýðuskóla hér og erlendis, og hélt ég gæti orðið blaða- maður og skáld. Komstu snemma í samband við rithöfunda í Reykjavík ? Já. Fyrsta veturinn hér syðra var ég búðarmaður í bókaverzlun Heimskringlu. Þá bjó Jóhannes úr Kötlum skammt þar frá ásamt konu og ungmn syni, í einni stofu með aðgang að eldhúsi. Hjá honum var málverk eftir Magnús Á. Árnason: Atvinnulaus 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.