Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 59
sem og frönsku stjórninni felst í einu orði:
sannleika. Þar, sem hann sigrar, er
glæpurinn óhugsandi. Þar, sem hann lýtur í
lægra haldi, getur ekki orðið neitt
réttlæti, enginn friður, ekkert frelsi.
Jean-Paul Sartre, Vercors, Claude Roy,
Roger Vailland, Simone de Beauvoir, Michel
Leiris, Jacques-Francis Rolland, Louis de
Villefosse, Janine Bouissounouse, Jacques
Prévert, Colette Audry, Jean Aurenche,
Pierre Bost, Jean Cau, Claude Lanzmann,
Marcel Péju, Promides, Jean Rebeyrolle,
André Spire, Laurent Sohwartz, Claude
Morgan.
Bréf ráðstjórnarrithöfunda.
Við vonum að þið sjáið um, að svar okkar
verði birt í Frakklandi í sama blaði og
þið birtuð yfirlýsingu ykkar.
Og nú skulum við ræðast við af hreinskilni
og einlægni. Það er sérstaklega nauðsynlegt
á slíkri örlagastund í sögu mannkynsins.
Þið segizt krefjast sannleika. Ágætt, við
skulum leita hans.
Það er satt, að atburðir þeir, sem gerzt hafa
í Ungverjalandi, eru alvarlegir og
hörmulegir. En þið sjáið aðeins eina hlið á
atburðunum. Þið talið einungis um afskipti
ráðstjórnarhers af þessum atburðum, enda
þótt það hafi ekki getað hulið fyrir ykkur
aðra atburði, sem gerzt hafa í heiminum.
Þið óskið þess að vita sannleikann, og af
þeirri ástæðu frábiðjið þið ykkur
tækifærissinnaða stjórnmálamenn, sem nú
mótmæla þátttöku ráðstjórnarhersins í
atburðunum í Ungverjalandi, ,,þá, sem
þögðu — ef þeir þá fögnuðu ekki —,
þegar Bandaríkin kæfðu í blóði það frelsi,
sem náðst hafði í Guatemala“, og þér neitið
að þeir hafi rétt til að mótmæla, „sem
fagna hástöfmn Suez-aðgerðunum“.
Við endurtökum, að við sjáum á þessum
orðum, að þið viljið vita sannleikann. En
þegar við nú snúum okkur að viðburðunum
í Ungverjalandi og afstöðu ykkar til þeirra
leyfum við okkur að segja: Ykkur skjátlast!
Þið vitið ekki allan sannleikann!
Ungverska þjóðin var óánægð með ástandið
í landinu. Eftir ályktanir 20. flokksþingsins,
sem fengu góðar undirtektir hjá öllum
kommúnista- eða verkamannaflokkum, þar
á meðal ungverska verkamannaflokknum,
sýndu ungverskir valdhafar ekki vilja til
að afnema svikalaust þau brot
gegn sósíalisku lýðræði, gegn sósíalisku
réttarfari (legalité), sem átt höfðu sér stað
í landinu, eða til að bera meiri umhyggju
fyrir verkalýðnum og þörfum hans.
Við álítum, að í þessu efni berum við einnig
okkar ábyrgð. Það var bróðurleg skylda
leiðtoga okkar, sem gátu notað sér alla þá
reynslu, er við höfðum af framkvæmd
sósíalismans, að hjálpa ungverskum
stjórnarvöldum í tæka tíð, eins og félagar,
og leggja í það allt áhrifavald sitt, til að
hef ja hiklausar leiðréttingar á þeim
alvarlegu mistökum, sem átt höfðu sér stað,
og ef ungverskir leiðtogar sýndu getuleysi
eða tregðu að gera það, að gagnrýna þá
opinskátt hegðun þeirra. Við vitum, að
leiðtogar okkar gerðu ráðstafanir í þessa
átt, en það sem gerzt hefur neyðir okkur til
að álíta, að þær ráðstafanir hafi verið
ófullnægjandi.
Þegar ungverska þjóðin bar fram réttlátar
45