Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 47
mjög svipað umhorfs í leikhúsum annarra
menningarlanda.
Maður sagði við mig um daginn, að það væri
skaði, að ekki hefðu orðið neinar
byltingar í leiklist á borð við
expressjónismann í málaralistinni, og þetta
er vissulega orðið geigvænlegt vandamál.
Það er ekki aðeins, að leikskáldin séu
stöðnuð, heldur draga þau alla aðra, sem að
leiksýningum starfa, niður í svaðið með
sér. Leikarar fá ekki tækifæri til að þróast í
list sinni, því þeir eru sífellt að þylja sömu
þuluna. Leikstjórarnir eru bundnir á básinn
og finna nú helzt þau úrræði til fjölbreytni
að íklæða hina klassísku karaktera
nútímabúningum eða t. d. að gera Lear
konung að veikgeðja gamalmenni í stað
harðstjórans, sem áður þekktist. 90%
þeirra verkefna, sem leiksviðsteiknarar fá í
hendur, eru natúraliskar stofur. Og
umfram allt staðna leikhúsgestir og vilja
nú fátt annað sjá en innihaldslitla
hlátursleiki.
Á tímabilinu frá því fyrir aldamót hafa
ótrúlegustu byltingar átt sér stað í heimi
listarinnar. Myndlist, tónlist og Ijóðlist hafa
gjörbreytt um túlkunarmáta, vegna þess
að hugsunarháttur manna og lífsviðhorf
taka sífelldum breytingum. Tízkan fylgir
fast á eftir listinni. Klæðnaður manna,
húsbúnaður, bílar, allt umhverfi mannsins
fylgir samvizkusamlega sveiflum listarinnar
og hefur alltaf gert. Aðeins leiklistin
virðist drattast á eftir, langt á eftir, og er
nú svo stöðnuð að fólki er varla láandi,
þótt það heykist á að kaupa sig dýru verði
inn á þessar óinnblásnu og hugmyndasnauðu
samkomur. Þótt almenningur snúist ávallt
í fyrstu öndverður gegn breytingum á
listformi, vinna þær fljótlega hylli, ef þær
eru á annað borð einhvers nýtar. Satt er það,
að formbreyting ein saman getur ekki
bjargað leiklistinni frá hnignun. Það er lítið
gagn í því að vera frumlegur, ef
frumleikinn hefur ekkert listrænt takmark,
og þegar er of mikið til af listamönnum,
sem sakir andlegrar fátæktar reyna að
vekja athygli á sér með fáránlegum
fíflalátum. Skilyrði þess, að byltingar geti
orðið í leikritun, er því vitanlega, að
leikskáldin hafi eitthvað að segja- En
leikritun nútímans hefur sýnt okkur, að til
er f jöldi höfunda, sem mikið liggur á hjarta,
og þeir hafa fundið þörfina fyrir ný
túlkunarform, en svo virðist sem þeim
takist ekki að brjóta af sér skelina. Það
hlógu margir að litlum, mjög nýtízkulegum
leik, sem málarinn Picasso skrifaði fyrir
nokkrum árum og hét Le Désir attrapé par la
queue. Samt var hann færður á svið á
nokkrum smærri leikhúsum og víða lesinn
upp, oftast fyrir völdum hópi áheyrenda.
Hann vakti mikla athygli, ekki vegna þess, að
um merkilegt bókmenntaverk væri að ræða,
heldur hins, að hann var eins konar dadaisk
tilraun til formbyltingar í leikritun. Það
var líka hlegið, og ekki að ástæðulausu,
að dadaistunum, sem fram komu í myndlist!
eftir fyrri heimsstyrjöldina, en sýningar
þeirra voru fyrirboði mikilla átaka í listinnii
Byltingar verða sjaldan fyrir einangraða
viðleitni einstaklinga, sem dreifðir eru um
lönd, heldur er þeim hrundið af stað með
sameiginlegu átaki og nánum hugartengslum
nokkurra manna í sama landi, borg eða
jafnvel innan kunningjahóps. Þannig
myndaðist fyrir nokkrum árum í
Bandaríkjunum flokkur leikara og
leikskálda, sem hefur alið af sér nokkra þá
höfunda, er hæst ber í listinni í dag, og
33