Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 111

Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 111
átakanlegar, umhverfi þeirra í senn fjarstæðukennt og þó þaulkunnugt hverjum þeim, sem gert hefur sér það ómak að skyggnast undir yfirborð íslenzks mannfélags um miðja tuttugustu öld. 1 hinum sögunum er ekki færzt eins mikið i fang, en þær eru allar unnar af sömu vandvirkninni. Kröfuharka höfundar við sjálfan sig gerir honum fært að segja meira í fáum orðum en öðrum tekst á mörgum blaðsíðum. Stíllinn er sterkur og þjáll eins og stálfjöður, sjálfum sér samkvæmur og eðlilegur eins og náttúrufyrirbæri. Hvað eftir annað- er hugsun orðuð svo gagnort, en þó nákvæmt, að setningarnar verða að orðskviðum: ,,.... það verkar lokkandi eins og fyrirboði mikillar hamingju ■— hamingju sem ekki veitist öðrum en þeim fullorðnu, en aðeins hugmyndaflug stálpaðs barns kann að meta til fulls“ og ,,. . . tíminn, þessi þensla í rúminu, sem gerir alla viðskila við allt.“ 1 ritdómi í málgagni annars rithöfundafélagsins hefur sögum Geirs verið fundið það til foráttu, að þær fjalli um lítilsigldar persónur. Slíkt bókmenntamat hafði maður haldið að væri úr sögunni. Það er einmitt styrkur þessara smásagna, að þar eru vandmeðförnu efni gerð listaskil. Engin fjöður er dregin yfir niðurlægingu kokkálaða drykkjusjúklingsins, sem sötrar úr kogaraglasinu sínu á Arnarhóli, en hún verður ekki aðalatriðið, heldur sú mannlega reisn, sem enn loðir við þetta rekald. Það er einmitt órækasta sönnunin um rithöfundarhæfileika Geirs Kristjánssonar, að honum tekst að lýsa útilegumönnum Reykjavíkur og andlegu örkumlafólki án allrar tilfinningasemi, en þó þannig að lesandinn setur sig í spor persónanna, finnur að þarna fara meðbræður, sem eiga allt annað skilið en aðkast og sleggjudóma. Slík yrkisefni eru ekki heiglum hent. Það sætir furðu að úthlutunarnefnd listamannafjár skuli hafa talið sér sæma að setja höfund þessarar bókar hjá við úthlutunina í vor. Einar Bragi: Geislavirk tungl Meðalmaðurinn hefur mótað heiminn að sínu geði og leitast við að búa þar sem bezt um sig. Þrá hans er jafnvægi: jafnvægi miðlungsmennskunnar. Hver sem sker sig að einhverju leyti úr raskar jafnvæginu, gerir Meðaljón óöruggan um sig, skelfir hann, ergir og hneykslar með tilveru sinni einni saman. Þess vegna er eðlilegt á uppgangstímum smáborgarans eins og nú, að þjóðfélagið sýni litla gestrisni kynlegum kvistum, mönnum sem hugsa eða haga lífi sínu öðru vísi en borgarinn, búa til skrýtnar myndir, yrkja skrýtin ljóð, semja skrýtna músík. Þeir eru dæmdir í útlegð (og una henni þolanlega að minnsta kosti á köflum, því fyrirlitningin er gagnkvæm). Það væri brot á náttúrlögmáli, ef öld Vilhjálms Þ. og Helga Sæmundssonar, Ingibjargar Þorbergs og ,,snillinga“ Sveins Ásgeirssonar gæti umborið jafn óvenjulegan mann og til dæmis Jónas E- 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.