Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 110

Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 110
Auðmýkt allri er á eld kastað. Hæða háðfuglar heilög rök. Jafnframt eroi hafðar uppi hæpnar staðhæfingar, sem virðast eiga að hafa svipuð áhrif og töfraþulur, verða að áhrínsorðum fyrir andhita skáldsins: .... eilíft traust ber allt vort kyn til æðstu máttarvalda. Átthagaástin er orðin að heiftúðugum hreppagorgeir: Við bjóðum engum blíðuhót, sem byggðir vorar níðir. Jafnframt eru lögð á ráð um áróður í alkunnum sögufölsunarstíl, fela skal allt, sem ekki fellur inn í hina rómantísku glansmynd: Sú minning skal í muna geymd, sem magnar kynsins hróður, en fyrnast sögn um fals og eymd og feigan svikagróður. Síðustu hendinguna yrkir rímið, og það heldur áfram: Þó blási kalt, skal bíta á vör og blessa sína móður. Með önnur eins dæmi fyrir augum er skiljanlegt, að margir fyllist tortryggni í garð rímsins- Að mínu viti á það þó ekki sökina, heldur sá hástemmdi en innantómi vaðall gervitilfinninga, sem er ranghverfa. rómantíkurinnar og alltof lengi hefur legið í landi í íslenzkri ljóðagerð. Dýrir hættir eru auðvitað tilvaldir til að hylja nekt glamuryrðanna, en þar með er ekki sagt að háttleysa sé eina bjargráð ljóðlistarinnar. Svo er fyrir að þakka, að Ljóð frá liðnu sumri eru ekki eintómt afskræmt bergmál af Grími Thomsen. Hér og þar bregður fyrir þeim Davíð, sem kvað hafa komið eins og opinberun yfir ljóðelska æsku fyrir hálfum fjórða áratug. Kvæðið Vornótt í þessari bók sómir sér vel við hlið þess bezta, sem hann hefur áður gert. Geir Kristjánsson. Stofunin. Sögur. Heimskringla. Það er enginn viðvaningsbragur á þessari byrjandabók, þar kemur fram þroskaður rithöfundur, gæddur öfundsverðu valdi yfir efni sínu og hnitmiðuðum stíl. Nokkrar gagnorðar setningar opna vítt sögusvið, tilsvör og athafnir persónanna veita þeim einstaklingseinkenni, sem eru jafn skýr og fólksins sem maður mætir á götunni- Orðfærið á hugrenningum þeirra er sjálfu sér samkvæmt, falskir tónar rjúfa ekki heildina. Síðasta og lengsta sagan, sem bókin dregur nafn af, er samin af mestri íþrótt. I þessari táknrænu frásögn af æviferli einstaklings, sem orðið hefur utanveltu í samfélagi, sem í senn ber keim af fangabúðum og kaupsýsluþjóðfélagi, má ekkert út af bera, ef sagan á ekki að mistakast. Geir tekst aðdáanlega að þræða hinn rétta meðalveg. Athafnir persónanna eru í senn hæfilega kátlegar og hæfilega 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.