Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 15

Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 15
Skúlasonar Thoroddsens. En þessara áhrifa gætti ekki mjög hjá höfuðskáldum Islendinga fyrir 1930? Nei. En einmitt þjóðhátíðarárið komu út þrjár ljóðabækur, þar sem nokkuð kvað við nýjan tón. Ég nefni fyrst ,,Kvæðakver“ Kiljans. Það var mikill hálfkæringur í þessum ljóðum, ekki gott að vita hvort þau voru ort í gamni eða alvöru. En hér var maður, sem kynnzt hafði nýjungum í franskri og amerískri Ijóðagerð, ungur höfundur, sem á ýmsan hátt hafði víðari sjónhring en jafnaldrar hans á þessum árum. Mönnum hefur líklega þótt nýstárlegt kvæðið um unglinginn í skóginum? Já, hvað heldurðu! Og það mætti nefna mörg önnur kvæði. Og þarna voru mjög nýstárleg vinnubrögð. Um líkt leyti hafði og komið út í Vöku „Söknuður" Jóhanns Jónssonar og tvö önnur kvæði eftir hann. Kvæðakverið var sprengja, sem fyrst og fremst hæfði ungu skáldin. Kiljan var þá þegar orðinn mikill ferðalangur og lesinn í nýtízkri kvæðagerð. Og hver var svo næsta bókin, sem áhrif hafði á skáldin? Ja, ihún var nú af annarri gerð og hætt við að sumum fræðimönnum kunni að sjást yfir hana. Hún hét „Kveður í runni“ og var eftir borgfirzka skáldkonu, Sigriði frá Munaðarnesi. Hún hafði lengi dvalizt erlendis og birti þarna m. a. þýðingar eftir norska skáldið Obstfelder. I þessari litlu bók var líka nýr tónn, sem snerti ung skáld. En Magnús Ásgeirsson? Honum gleymi ég áreiðanlega ekki. En fyrst verð ég að nefna þriðju bókina, sem út kom þjóðhátíðarárið. Það var „Hamar og sigð“ eftir Sigurð Einarsson, sem þá var einn snjallasti og skeleggasti ritgerðahöfundur, sem uppi var með þjóðinni. Þetta voru sannarlega nútímaljóð. Hér kom fram verkamaðurinn við höfnina og í byggingarvinnunni, kolakraninn, vélarnar, borg sem var að vaxa, — ný öld var að rísa, alþýðunnar, jafnaðarstefnunnar. Og þar var Sordavala, sem þótti gott kvæði á þeirri tíð, þótt Einar vinur okkar Bragi eigi ef til vill erfitt með að skilja slíkt. — Það má kannski finna brotalamir á öllum þessum bókmn, ef þær eru einungis metnar fagurfræðilega. En með þeim var vissulega nýr tími að ryðja sér til rúms. 1 þessu sambandi hlýt ég líka að nefna Magnús Ásgeirsson og ljóðaþýðingar hans. Fyrstu söfn hans voru að koma út um þessar mundir, sannarlega nýstárleg kvæði eftir ýmis helztu öreigaskáld Norðurlanda, auk annarra merkishöfunda. Freistandi væri að fjölyrða um hans þátt í þróuninni, því enginn nútímamaður hefur haft jafn víðtæk áhrif á íslenzk ungskáld síðasta aldarfjórðunginn. Um þetta leyti réðist líka gátan Jóhannes úr Kötlum. Fékk hann ekki verðlaun 1930? Jú, að vísu, mest fyrir fallegan sálm. En það var annað alvarlegra að brjótast 1 honum um þessar mundir. Hann var nú að gerast mjög róttækur í skoðunum, nýtízkulegur í skáldskapnum. „Ég læt sem ég sofi“ kom út 1932 og þar er hinn snjalli ljóðaflokkur hans „Karl faðir minn“, eitt mesta raunsæisljóð, sem ort hefur verið á íslenzku. Hann tekur strax forustuna sem ljóðskáld verkalýðsins, hjartahlýr og samúðarríkur, heitur baráttumaður réttlætismála. Form laust eða bundið eftir því sem við átti í stríði mikilla tíma. Aldrei gleymi ég skáldskap hans á kreppuárunum. Síðan þá 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.