Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 88

Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 88
Gunnar Ragnarsson: Um heimsfræði og heimspeki dr. Helga Péturs Heimspeki í víðtækustu merkingu mætti kalla tilraun mannsins til að gera sér grein fyrir heiminum og stöðu sinni í honum. Margar slíkar tilraunir hafa verið gerðar og menn ekki verið á eitt sáttir, hvernig túlka skuli heiminn. Ef spurt er: Hver er hin rétta túlkun, hin sanna heimspeki?, má svara á þá leið, að engin ein túlkun — eða með öðrum orðum ekkert eitt heimspekikerfi — sé fullkomlega rétt, heldur sé hér um að ræða mismunandi vel — eða illa — heppnaðar tilraunir. Við gerum yf irleitt ráð fyrir, að mannkyninu sé að fara fram í þekkingu, og nútímamaðurinn er sannfærður um, að hugmyndir hans um heiminn séu sannari og réttari en hugmyndir forfeðra hans fyrir mörgum öldum. Hinar stórstígu framfarir í náttúruvísindunum, sem hófust í upphafi hinnar svokölluðu nýju aldar, hafa smátt og smátt verið að innræta þetta viðhorf. Og á því er heldur enginn vafi, að þekkingarmöguleikar náttúnivísindanna jukust stórkostlega, er menn höfðu orðið ásáttir um rannsóknaraðferð.Er hér átt við athugunar- og tilraunaaðferðina, sem allir vísindamenn eru nú sammála um, að sé hin eina rétta aðferð, eigi örugg þekking að fást. Vísindamenn viðurkenna ekki aðrar staðhæfingar en þær, sem fengnar eru með ákveðinni viðurkenndri aðferð. Ekki er heldur nokkur tilgáta talin vísindaleg, nema mögulegt sé að sannprófa hana með athugunum og tilraunum. Er það verkefni fyrir rökfræðinga að rannsaka, hvaða skilyrðum tilgáta þarf að fullnægja, svo að hún geti talizt réttmæt vísindaleg tilgáta. Þetta er mjög flókið mál, og ætla ég ekki að gera því skil í einstökum atriðum, en aðeins benda á nokkur grundvallareinkenni, sem tilgáta verður að hafa til þess að eiga vísindalegan rétt á sér. I fyrsta lagi má tilgátan að sjálfsögðu ekki fela í sér mótsögn. 1 öðru lagi verður hún að vera þess eðlis, að mögulegt sé að gera athuganir, er staðfesti hana eða hreki. Eða með öðrum orðum: Reynsla vísindamanna í ákveðinni grein á grundvelli sameiginlegrar aðferðar er endanlegur mælikvarði á réttmæti tilgátunnar. I þriðja lagi verður tilgátan að skýra þau fyrirbæri, sem henni er ætlað að skýra, betur en nokkur önnur tilgáta, sem til greina kemur. Hér hefur verið drepið lítið eitt á vísindalegar tilgátur og lögð áherzla á, að vísindamenn, hver í sinni grein, eru yfirleitt sammála um, hvað sé leyfileg tilgáta í þeirra grein, og allir sammála um hinn endanlega mælikvarða á hana, sem sé athuganir og tilraunir, er skera úr um gildi hennar. — En nú ætla ég að innleiða orðin heimspekileg tilgáta í þeirri merkinu, sem nú skal greint: Heimspekileg tilgáta er tilgáta um skýringu þeirra hliða veruleikans eða reynslunnar, sem hin einstöku vísindi ná ekki til með rannsóknartækjum sínum og aðferð. Heimspekileg tilgáta er nokkurs konar greinargerð fyrir veruleikanum í heild, eða allri mannlegri reynslu, en takmarkast ekki við eitt rannsóknarsvæði frá ákveðnu sjónarmiði, eins og t. d. eðlis- og efnafræði sem rannsaka efnisheiminn hvor frá sínu takmarkaða sjónarmiði. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.