Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 85
hans, sem þekktar urðu, eru mjög í anda
síðrómantíkurinnar, svo sem fyrsti
strokkvartettinn og Die Verklárte Nacht (en
því síðarnefnda eru Isl. nokkuð kunnir úr
útvarpinu). Áhrif Wagners eru mjög
greinileg í þessum verkum, og þeirra gætir
raunar í flestum hinna expressjónisku
verka hans. Smám saman færist hann f jær
hinu klassiska tóntegundakerfi, og í
verkum skrifuðum 1900-1920 er engin
greinanleg tóntegund. Kammersinfónían opus
9, píanóverkin opus 11 og 19 og verkið
Pierrot Lunaire, sem er samið fyrir
söngl-talrödd og sjö einleikshljóðf æri, eru
frá þessu tímabili. Pierrot Lunaire er fyrir
margra hluta sakir merkilegt verk. Með
söngltalröddinni, sem í fastskorðuðu
hljóðfalli bylgjast til og frá óákveðnum
tónum, nást áhrif hinna undarlegu kvæða
Albert Girauds á mjög sterkan hátt. Notkun
strangra kontrapunktiskra forma, svo sem
kanón, krabbakanón og passakaglía, er
þarna mjög fagurleg og mætti skoðast sem
fyrirboði verkanna er gerðu Schoenberg
frægastan, tólftónaverkanna svonefndu-
Fyrstu hugmyndimar að tólftónakerfinu
munu vera eignaðar ítalska tónskáldinu
Jl' : i , ■■■=
e, i 1111 >Jr 11 Vt Vi
71