Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 105

Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 105
og Músum og mönnum hefur Þorsteinn Ö. Stephensen ekki gert betur. Hann hæfir hlutverkinu eins og bezt verður kosið. Allt er að vísu lagt upp í hendur honum til stuðnings: höfundur færir honum fyrirtaks gott leikrit, lifandi og hrífandi, með heilsteyptri aðalpersónu og vel aðhæfðum aukapersónum, mótleikarar hans vinna svo vel úr hverju hlutverki, að hvergi verða göt á heildinni, þýðingin er afbragð, og leikstjórinn, Gísli Halldórsson, hefur hvergi hlíft sér eða efnivið sínum, eins og bezt kemur fram í leik Þorsteins Gunnarssonar. Ungur piltur fær þar veigamikið hlutverk, og gerir því einmitt hin réttu skil, svo að algjör óþarfi er að nota hinn fasta frasa leikdómara og segja: vegna æsku sinnar og reynsluleysis réði hann ekki við hlutverkið. Það var einmitt það, sem hann gerði, hann réði við það meðfram vegna æsku sinnar og reynsluleysis. Útkoman verður sú, að Þorsteinn Ö. Stephensen tekst að opinbera svo kviku mannssálarinnar, að enginn sá gleymir, sem sjálfur hefur sál. En það eru víst ekki allir. Af öðrum leikurum fór Helga Valtýsdóttir með stærsta hlutverkið, konu Crocker-Harris. Hún sýndi vel vonsvikna konu, hvort heldur í örvæntingarfullri viðleitni til að halda elskhuga sínum, sem er að ganga henni úr greipum, eða í einu kaldrifjaðasta miskunnarleysi, sem sézt hefur á sviði, þegar hún sviftir mann sinn hinum eina gleðigeisla, sem lýst gæti inn í skuggaleg ævikjör hans- En trú er hún sjálfri sér í verknaði þessum, henni er það sannleikur, að nemandi gefi kennara sínum bók í því augnamiði einu að forða sér frá falli. En þessi skapsmunakuldi hennar veldur því, að hver friðillinn á fætur öðrum bregzt henni þrátt fyrir ástríðuhita, og nú sá síðasti. Eftirminnilegur er leikur hennar þegar hún talar við Gilbertshjónin, tvískinnungurinn og látalætin þræða þar einstíg milli öfga, svo að aldrei má hársbreidd muna. Önnur hlutverk eru Hunter, elshugi hennar, stórt og vandasamt hlutverk, sem Jón Sigurbjörnsson gerði hin beztu skil, Frobisher skólastjóri, vanþakklátt hlutverk, sem Einar Ingi Sigurðsson túlkaði af skilningi, frú Gilbert, sem Sigríður Hagalín lék og Gilbert maður hennar, sem verður minnisstæður sakir látleysis og innileika í nærfærnum höndum Steindórs Hjörleifssonar. Og er tími til kominn að maður sá hætti að leika gamla karla. Á frumsýningu var leiknum mjög vel tekið, og blaðadómar næstu daga hinir lofsamlegustu, en ekkert dugði: aðsóknin í annað eða þriðja sinn var svo dræm, að fresta varð sýningu. Eftir réttmætar umvandanir dagblaða og hvatningu til leikunnenda að sækja sjónleik þennan, jókst aðsóknin svo, að húsfyllir varð í eitt sinn, og hefði dugað til að fylla snöggtum stærra hús en Iðnó. En nú brá svo við, að upp reis einn leikdómari og spurði hvaða læti þetta væru, leikritið væri fallið og þar með búið. Kynnu menn ekki að taka staðreyndum? Leikfélag Reykjavíkur skyldi bara hætta að sýna Browning-þýðinguna, fólk kæmi ekki að sjá hana. Og sú ósvinna hafði gerzt, að dómi hans, að blöðin leyfðu sér að skamma leikhúsgesti. Upp frá þessu hefur sjónleikurinn verið sýndur fyrir hálfu húsi. Það kemur vissulega úr hörðustu átt, að leikdómari skuli leggja sig fram um að ganga af leiksýningu dauðri, þó hún hafi 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.