Birtingur - 01.06.1959, Side 6

Birtingur - 01.06.1959, Side 6
hann eyjarinnar sinnar með söknuði. Ég á aðeins þig / þú hjarta ættar minnar, segir hann um hana í ljóði. Nafnið Sikiley kemur mjög oft fyrir í Ijóðum hans, hún er honum eins og Wales Dylan Thomas og Andalúsía var fyrir Lorca. Fyrsta bók Quasimodos kom út 1930. Hún hét Vatn og jörð. í þessari bók er hann mótaður af hermetismanum, sem var ríkjandi bókmennta- stefna á Italíu milli heimsstyrjaldanna. Hermetistarnir dýrkuðu ljóða- gerð sem var orðfá og torskilin, óaðgeingileg fyrir almenna lesendur. Kannski var hermetisminn flótti. Fasisminn var að skjóta rótum, fútúr- istarnir höfðu ruðst fram með miklum bægslagángi, lofsýngjandi stríð og vélaskrölt með Marinetti í broddi fylkíngar. Það var því eingin furða að skáldin drægju sig í hlé, leituðu að einhverju varanlegu á bak við grimm- an veruleikann. Meðal þeirra skálda sem aðhylltust hermetismann voru þeir Ungaretti og Montali, sem nú eru talin ásamt Quasimodo merkustu nútimaskáld Itala. En skáld eins og Quasimodo undi ekki leingi í fílabeinsturninum. Stríðið koin brjótandi niður hugsjónir og vonir, hið miskunnarlausa stríð sem neyðir alla til að endurskoða afstöðu sína, sjá heiminn í nýju ljósi eða myrkri. Og skáldið varð djúpt snortið af hörmúngum þjóðar sinnar, ljóð þess breytast, verða auðskildari. Þau eru mikið lesin, því þau fjalla um hluti sem öllum voru hugstæðir um þessar mundir. Hinn harmræmi tónn þeirra varðar nú ekki leingur einn mann, heldur verður harmur allra manna: Og hvernig ættum við að geta súngið með ókunnan fót á hjarta við hlið þeirra sem skildir voru eftir hér á torginu dánir í frosnu grasinu Og hvernig ættum við að geta súngið þegar barnið grætur og móðirin finnur son sinn krossfestan við símastaur Nei Hvernig ættum við að geta súngið Hörpur okkar voru einnig festar upp í greinar pílviðarins og vögguðu hljóðar í vindinum Þetta kemur skýrast fram í bókinni Dag eftir dag, 1947, sem þetta ljóð birtist í, og Lífið er ekki draumur, sem kom út 1949. Það nafn er tákn- rænt fyrir skáldið. Seinni ljóð þess eru aðvörun til okkar að láta ekki ógnirnar gerast á ný, þau eru baráttuljóð fyrir mannlegleikanum, friðar- 2 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.