Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 10

Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 10
Geir Kristjánsson: 1 AÐ EIGA KÖTT Einsog Jónmundur skildi, þá átti hann nú ekkert erindi nema fá að hlusta á útvarp dálitla stund. Það voru aðallega veðurfreg'nirnar sem hann hafði ætlað sér að heyra, en úr því þær voru búnar, þá náði það auðvitað ekki lengra. Það var alveg makalaust, hvað hann hélt þessari austanátt. Eiginlega varla einleikið, þótt menn væru orðnir ýmsu vanir í vetur ... Og öll hús full af músum sem setjast í ullina á fénu, einsog Jónmundur vissi, og éta sig inn .. . Það var svo mikill músagangur heima hjá honum sjálfum í kofanum, að það var hreinasta plága ... Og þegar maður er orðinn gamall og hjartveikur líka og á bágt með svefn ... Það var ekki gaman að hrökkva upp á næturnar við músagang undir sænginni hjá sér, einsog Jónmundur skildi ... Honum hafði verið gefinn köttur núna um jólaleytið eða uppúr nýárinu. En Jónmundur sýndi engan skilning eða áhuga, bara púaði útí loftið, og honum flaug snöggvast í hug, að kannski væri Jónmundur orðinn of sljór til að takast á hendur svona ábyrgðarmikið starf. Það var þetta með köttinn, byrjaði hann aftur hikandi einsog til að þreifa fyrir sér. Hvað með köttinn? sagði þá Jónmundur þar sem hann lá alklæddur uppi í rúmi og drundi við einsog honum þætti þetta mesta hégómatal. Jú, kattarómyndin sem var þó býsna skynsamur, þrátt fyrir allt, og fal- legur og skemmtilegur líka, litla greyið, hann var svo hræddur við mýsn- ar, að þær tók hann alls ekki alvarlega. Og það var kannski varla von heldur, því þetta var eiginlega bara kettlingur, svona svartur kettlingur, svolítið hvítur á trýninu, en merkilegur samt og vitur, því það hafði hann oft sýnt, en hafði sínar tiktúrur einsog allir aðrir, vildi til að mynda aldrei fara út sem var þó mjög óvanalegt með ketti, einsog Jónmundur vissi. Það var engu líkara en hann væri hræddur við dagsbirtuna, eða þá kannski öllu heldur snjóinn, því hann fékkst ekki einusinni til að fara út, þótt komið væri myrkur. Kannski hafði hann líka einhvern grun um, að heimurinn væri ekki góður; maður vissi aldrei, hvað kettir hugsuðu innst inni. En Jónmundur var enn ekki með á nótunum og drundi aftur til að sýna vanþóknun sína á öllu þessu málæði. En hann þekkti Jónmund, og eigin- lega var Jónmundur sá eini sem hann þekkti af þeim sem enn voru á lífi, því þeir voru æskuvinir og jafnaldrar og höfðu oft róið saman á 6 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.