Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 11

Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 11
meðan þeir gátu eitthvað, og þó að Jónmundur væri orðinn skelfing sljór núna í seinni tíð, þá var ekki öðrum treystandi til að vinna þetta verk sómasamlega, því kattarómyndin átti í rauninni allt gott skilið, og það var alls ekki sama, hver gerði þetta, eða hvernig það var gert. En nú var orðið svo dauflegt þarna uppi í kamersinu og búið að slökkva á út- varpinu og ekkert eftir nema nöturlegt ganghljóð í gamalli, siitinni stundaklukku, og þeir báðir gamlir og slitnir líka. Það er helzt þetta, að hann fæst aldrei til að fara út, er> gerir allt undir rúminu. Og þegar maður var einbýlingur, eins og hann vissi að Jón- mundur skildi, þegar maður var einbýlingur, þá var það nóg að verka undan sjálfum sér, þótt maður þyrfti ekki að verka undan öðrum líka og ski íða undir rúm til þess arna ... Nú rumskaði Jónmundur og brá hendinni upp að eyranu, stórri, hnýttri hendi sem orðin var mjúk og slöpp. Maður hafði nóg með að verka undan sjálfum sér, og úr því kattar- ómyndin var í ofanálag svona hræddur við mýsnar, þá . . . Þá var ekkert gagn í honum, rumdi nú Jónmundur og settist upp við dogg. Þú vilt láta lóga honum. Ja, það var nú einmitt það. Eiginlega var ekki um annað að ræða, úr því kötturinn var svona gerður, en hann átti samt allt gott skilið, litla greyið, og það var alls ekki sama, hver gerði þetta, eða hvernig það var gert. Bezt að taka hann í poka og drekkja honum, hélt Jónmundur. Já, það hélt hann nú raunar líka og var venju fremur lágmæltur. Það yrði líkast til bezt, og útlátaminnst, hvað sem öðru leið. Enda lítil meining að fara að spandera skoti á ekki stærra kvikindi . . . En það var bara ekki að vita, hvernig mundi ganga að berja ofan að læknum núna; það hafði fennt svo yfir hann í síðasta stórhríðarkaflanum, og kannski væri hann þurr. Það er nóg að drekkja honum í skólpfötunni, sagði þá Jónmundur. Þú sagðir áðan, að þetta væri ekki annað en kettlingskreista. Já, það var náttúrlega satt. Það var líka hægt í skólpfötunni, því þetta var ekki nema kettlingur, þó að hann væri orðinn dálítið stálpaður núna. Og þá þyrfti heldur ekki að fara neitt út með hann, því eins og Jón- mundur var farinn að skilja, þá var þessi köttur þannig gerður, að hann vildi aldrei fara út. Svo þetta yrði náttúrlega bezt, og þeir skyldu þá bara hafa það svona, og Jónmundur þá koma fyrir hádegi á morgun, ef hann mætti vera að ... Og svo var það þá ekki meira. Úti var skafrenningur sem blés inn í frakkatötrið svo það þandist einsog segl uppi á bakinu og kuldinn læsti sig niður á milli herðablaðanna. Líka á fótunum varð honum kalt, því hann var ekki skóaður til að kafa allan þennan snjó, og þessvegna stanzaði hann sumsstaðar bara til að stappa. Birtingur 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.