Birtingur - 01.06.1959, Page 12

Birtingur - 01.06.1959, Page 12
þennan snjó, og þessvegna stanzaði hann sumsstaðar bara til að stappa. En hann mátti ekki slóra neitt, því nú væri kettinum farið að leiðast að vera einn heima í myrkrinu. Og ekki var það kettinum að kenna, þótt ellistyrkurinn væri svo lítill, að þeir gætu ekki lifað af honum tveir. Einar skitnar ellefu hundruð krónur á tveggja mánaða fresti, hvað er það, þegar maður notar tóbak og þarf svo að hafa annan á framfæri sínu? Því ekki var mjólkin gefin, og ekki fiskurinn, og ekki vildi kötturinn mýsnar sem þó var miklu meira en nóg af, og ekki einusinni þó maður reyndi að veiða þær handa honum sjálfur. Og samt át hann svo mikið, að manni hreint blöskraði og hefði aldrei getað grunað neitt svipað! En þetta var samt svo fallegur köttur og skemmtilegur, og svo vitur líka og skildi svo vel, hvað var að vera gamall og einn og eiga ekkert lengur nema slóðina sína í snjónum. Og það var betra að hafa hann hjá sér en nokkra manneskju, og betra að tala við hann. En mann grunaði ekki, að hann æti svona mikið, og hélt kannski líka að hann gæti lifað á músunum, og svo var maður svo einfaldur að taka við honum, og svo einfaldur að halda, að maður gæti haft hann. 8 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.