Birtingur - 01.06.1959, Side 13

Birtingur - 01.06.1959, Side 13
Þorsteinn Jónsson frá Hamri: Tvö ljóð 1 jarðskorpunni veit ég að vakir hugsun hjá veginum gula handanvið sólþurr flög öi’t slá dýranna hjörtu einsog vina þín vefinn ég veit þau gætu minnt þig á klukkunnar slög ef færirðu þángað hugumdjarfur að hitta hugsun vegarins dreypa á skrælnaðan munn hún dylst þér snú þú við og hygg til þíns heima þar hefur hún kannski sviðið þinn íðilrunn ormstúngan fikrar sig eftir blóðferlinum inní vorgresið safaþrúngin augu jurtanna blunda væran hiti hvolfsins vex í röku logninu blóðferillinn inní vorgresið er stígur nöðrunnar komum inní skóginn að sjá ugg dýranna sem vakna við sólarupprás og renna að vatnsbólinu við sem drukkum hamíngjuna af kerum gleymskunnar erum vaknaðir til orða inní níð þessa morguns Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.