Birtingur - 01.06.1959, Side 20

Birtingur - 01.06.1959, Side 20
Nei, segir Robbins. Það var ekki hægt að fara þangað nema vera boðinn. Við höfum ekki fengið slíkt boð. En ég sá ballett þeirra í Bandaríkjun- um. Þar er kóreografían úrelt, engin nýbreytni, nýsköpun. Efnisval þeirra lýtur klassísku viðhorfi og er ekki sérlega athyglisvert. Þetta er gamal- dags. Vitið þér hvað orðið „mothballs" þýðir? Mölkúlur Þetta minnir á það. En dansararnir eru náttúrlega afskaplega fínir, segir Robbins. Hann taldi upp margt sem hann hafði séð í þessari ferð án þess að leggja út í greinargerð eða rökstuðning fyrir ágæti þess og nefndi leiksýningar í Lundúnum: A taste of honey undir stjórn þeirrar snjöllu konu Joan Littlewood, brúðuleikhús í Póllandi sem væri bæði móderne og mjög gott, og margt fleira og það kom upp úr kafinu að hann hafði líka lritt Ingmar Bergman þar sem hann vann að nýjustu kvikmynd sinni. Hann sagðist dást mikið að kvikmyndum hans og ég hafði það upp úr honum að þeir hefðu lýst gagnkvæmri löngun til þess að vinna einhverntíma saman að kvikmynd. Þá sagði hann mér að það stæði til að kvikmynda söng- leikinn West Side Story sem Robbins á höfuðþáttinn í. Það yrði kannski ofan á þegar hann kæmi aftur til Bandaríkjanna. Hvort hann hefði áður unnið að kvikmyndun? Jú, sagði Robbins. Til dæmis var söng- og dansverkið The King and I kvikmyndað. En mér féll ekki við Hollywood. Það er ekki gott að vinna þar. Svo ég veit ekki hvað ég geri í sambandi við West Side Story. Robbins var mjög glaður yfir viðtökunum sem hann og flokkur hans höfðu fengið hvarvetna þar sem hann sýndi í Evrópu og sagði að alls- staðar hefði verið farið fram á það að þeir kæmu aftur til að sýna, auk þess var víða falazt eftir honum til að vinna hitt og þetta í þágu land- anna. Hann sagði líka að allsstaðar hefði fólk komið til hans sem hefði leitað eftir því að fá að starfa með honum og undir hans stjórn. Þá hafi sér dottið í hug að það gæti verið skemmtilegt að reyna að stofna Ballets : E v r ó p a, dansf lokk sem túlki og summi upp evrópískar hefðir á nýtízkulegan hátt líkt og hann ætlaðist til að B a 11 e t s : U S A gerði gagnvart Ameríku. Að vísu væri sér Ijóst að margvíslegir erfið- leikar stöfuðu af því hve hinir ýmsu ballettskólar væru ólíkir, tökum til dæmis franska skólann, enska skólann, þann ítalska eða hinn rússneska. Robbins sagði: I þessari ferð hafa orðið á vegi mínum miklir hæfileikar sem á eftir að nýta en viðhorfið er ákaflega sundurleitt, það væri gaman að leita að því sameiginlega og reyna að byggja á þeim grundvelli án þess að eyða sérkennunum. Hvað verður fyrst fyrir við heimkomuna? Hvíla okkur, sagði Robbins, í fimm mánuði höfum við verið saman. Og þó að það sé indælt að vera með þessu fólki þá getur verið gott fyrir okkur að skilja um stund og gleyma hvert öðru í nokkra daga, hálfan 16 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.