Birtingur - 01.06.1959, Page 22

Birtingur - 01.06.1959, Page 22
glíma við undrafiman mann sem hafði þá sérgáfu að hvernig sem glímu- kóngurinn hóf hann á loft og veifaði og sveiflaði ýmislega þá náði hann ævinlega að bera fætur fyrir sig, Hilmar heitir sá. Það þótti Robbins gaman að sjá. Hann sagðist hafa notað sjálfur í dansi tak sem líktist mjaðmahnykk í glímunni okkar. Lárus lét þá vösku sveina sýna helztu brögð og varnir glímunnar, bæði ofurhægt og líka í hröðum átökum og ég fann glöggt að Robbins hafði mikla ánægju af þeirri sýningu. IV. Kvöld eftir kvöld fylltist Þjóðleikhús okkar og hin undursamlega list seytlaði inn í hjörtun, æ að þetta skuli þurfa að enda, á eftir lá við að þekkja mætti þá úr í miðbænum eða við biðstöðvar strætisvagnanna sem höfðu verið í leikhúsinu um kvöldið og séð list Jerome Robbins og dans- aranna amerísku. Þarna var maður sem þorði að sópa burt hinum fáguðu balletthefðum fyrirbítímans, flutti dansinn úr hinum auðu hirðsölum þar sem köngu- lóarvefurinn mynstrar hornin og dansararnir höfðu undirskrifað sitt eigið fjarvistarvottorð úr nútímanum með fornmenntuðum píróettum teiknuðum í ryk hins liðna. Þarna kom maður sem notaði þetta undur- samlega tæki: mannslíkamann til að dýpka skyn okkar á okkar eigið líf, okkar heim. Og hvað þurfti þá að segja í viðtali? 18 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.