Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 28

Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 28
tíma. Til hvers er þá eiginlega verið að þessu, spyrja menn? Ég skal svara. Þjóðfélagið — því að það og stofnanir þess standa að flestum þessara verðlaunaveitinga — er að setja gæðamatsvörumerki á menn- ina og gera játningu um leið: Þú mátt héðan í frá heita listamaður og starfa óáreittur sem slíkur, þótt enginn hafi í rauninni haft velþóknun á samskiftum þínum við litaspjaldið eða ritblýið. Af þeim sökum var þér heldur ekki veittur neinn verulegur stuðningur á meðan þú varst að brjótast áfram að markinu. Nú verður hins vegar ekki hjá því komizt að viðurkenna tilveru þína, svo að hið íslenzka samfélag bíði ekki álitshnekki. Ég spyr: þekkir nokkur lítilssigldari sjónarmið? Nú kann einhver að segja: Þessar verðlaunaveitingar eru nokkurs virði, þegar þær lenda á réttum stöðum. Ef góður listamaður fær slíka umbun, geta aurarnir stuðlað að batnandi lífsafkomu hans, svo að auglýsing- unni, sem hann hlýtur um leið, sé nú ekki gleymt. Eitthvað mun vera til í þessu. Maður, sem át smjörlíki í gær, verður auðvitað dauðfeginn þegar hann sér smjörskökuna á borði sínu í dag. Og þar fram eftir götunum. Sannleikurinn er þó sá, að þetta er kák eitt. Mennirnir eru jafniila stæðir veraldlega, þótt þeir fái tuttugu og fimm þúsund króna viðurkenningu vegna listar sinnar einu sinni á ævinni og nokkrar þús- undir einu sinni á ári þar fyrir utan. Og víst er um það, að þeir eiga jafn erfitt með að helga listinni óskifta krafta sína. Þessi verðlaun eða styrkir eru í rauninni ekkert annað en merki um slæma samvizku þjóðfélags, sem lætur sig kjör listamanna engu varða á meðan þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og framvindu íslenzkrar menningar en stærir sig af þeim, þegar þeir hafa fengið viðurkenningu utan land- steinanna. Mér finnst alltaf, er ég heyri um þessar smásmugulegu verð- launaveitingar, að gefandi segi við þiggjanda: Nú skaltu búa til fimm þúsund, átta þúsund eða tuttugu og fimm þúsund króna listaverk og síðan er mér alveg sama, hvað um þig verður. Ellegar: Málaðu í einn, einn og hálfan eða fimm mánuði og hættu svo þessari vitleysu. Það er augljóst, að þjóðfélagið ætlast alls ekki til þess, að peningar þess komi að nokkrum notum. Ef það gerði það, myndi það aldrei láta minna fé af hendi rakna en sem svaraði árslaunum lágtekju- manns. Sú stefna væri þó hin eina rökrétta og heilbrigða í þessum málum og ávöxtur hennar myndi fortakslaust verða sá, að upp myndu vaxa í landinu fleiri dugandi listamenn. Þótt sumir brygðust vonum manna, ætti áfallið ekki að svara til nema örlítils brots af þeim fjár- munum, sem fara í súginn í opinberum rekstri nú á dögum. 24 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.