Birtingur - 01.06.1959, Síða 31

Birtingur - 01.06.1959, Síða 31
hafði valið mér son þinn ... en hinn hreif mig með sér eins og holskefla . . . og það hefði hann alltaf, alltaf, alltaf gert, hversu gömul sem ég hefði orðið, og þó að öll börn sonar þíns hefðu hangið í hári minu,“ segir brúð- urin við móðurina í leikslok, þegar brúðguminn og Leonardó hafa vegið hvor annan. Það var einmitt ástríðuofsinn, hið demóníska, sem fór forgörðum í þess ari sýningu. Jafnvel í skógaratriðinu í þriðja þætti, þegar Leonardó og brúðurin eru umkringd blóðþyrstum ættingjum brúðgumans og allt á að vera „þrungið villtum ástríðum“, minntu þau helzt á skólakrakka í feluleik. „ S e x p e r s ó n u r . . . “ e f t i r P i r a n d e 11 o í I ð r ó Leikstjóri Jón Sigurbjörnsson Þetta leikrit var fyrst sýnt í Iðnó árið 1926, aðeins fimm árum eftir að það var skrifað, og er þó alls ekki um að ræða neitt hversdagslegt miðl- ungsverk, og sízt af öllu verk sem hafði útlit fyrir að verða „kassa- stykki“, enda sagt að áhorfendur hafi setið dolfallnir, og sýningum verið hætt eftir stuttan tíma. En forráðamenn Leikfélagsins í þann tíð, hverjir sem það hafa verið, eiga sannarlega skilið að þessi stórhugur þeirra sé í minnum hafður. Pirandello er það sem stundum hefur verið kallað „ídeu-dramatíker“. Leikrit hans eru oft lítið annað en hugaleikfimi, einkum þau síðustu, og honum hætti mjög til að endurtaka sig. En þótt leikrit hans snúist mikið um tómar hugmyndir, var hann þess þó megnugur að gæða þessar hug- myndir sterku og sérkennilegu lífi eins og nú hefur mátt sjá í Iðnó. Kjarninn í verkum hans er oftast þessi: Menn eru alltaf að skapa sig, gera sig til, og fyrirgefa engum að eyðileggja það hlutverk sem þeir hafa kosið sér að leika. „Sex persónur leita höfundar“ hefst á því, að það á að fara að æfa nýtt leikrit, auðvitað eftir Pirandello. Tjaldið er ekki einu sinni fyrir sviðinu, þegar áhorfendur ganga til sæta, og leiktjöld eru engin. Smátt og smátt tínast leikararnir inn á sviðið og æfingin á að hefjast. Þá ber það við, að ókunnug og óboðin fjölskylda ryðst þarna inn: faðirinn, móðirin, eldri dóttir og yngri dóttir og eldri sonur og yngri sonur. Þetta fólk á sína sögu sem það vill fá á svið. Höfundur þess hefur gefizt upp á því, og nú leitar það aðstoðar leikstjórans sem brátt fær áhuga á málinu. Saga fólks- ins er í stuttu máli sú, að faðirinn hefur fyrir mörgum árum rekið frá sér móðurina af eintómri göfugmennsku, að því er hann sjálfur heldur Birtingur 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.