Birtingur - 01.06.1959, Síða 32

Birtingur - 01.06.1959, Síða 32
fram, og til þess eins að hún geti tekið saman við einkaritara hans, því hann hefur talið sér trú um að hún og einkaritarinn eiski hvort annað. Móðirin sem heldur að hann hafi bara viljað losna við sig og fyrirgefur honum aldrei að hafa þannig stíað sér frá syninum sem þau áttu saman, þeim eldri, tekur saman við einkaritarann af einhverri sljórri þolinmæði, flytur burt með honum og elur honum þrjú börn. Þegar hann svo deyr, lendir hún á vonarvöl með börnin og eldri dóttirin gc-rist vændiskona. Undir þeim kringumstæðum hittir hún föðurinn sem ekki veit hver hún er, og þar rekst móðirin á þau á síðustu stundu og ljóstrar öllu upp. Fað- irinn tekur þau til sín, og þar búa þau öll undir sama þaki, hvert í sínum eigin heimi, fullum af myrkri og kvöl, þangað til telpuhnokkinn, yngri dóttirin, drukknar í tjörn í garðinum og yngri sonurinn skýtur sig. Lengra nær ekki sagan. Leikritið er ekki annað en sundurlausir þættir úr þessari sögu, leiknir eða kannski öllu heldur „lifaðir“ af persónunum sjálfum. Leikararnir fá ekki að koma þar nærri: því hvernig á hann að vera ég, þegar hann er ekki ég, heldur allt annar maður? 1 þessu leikriti eru nefni- æga leikararnir bara áhorfendur! Og leikurinn endar á því, að persón- urnar hverfa aftur af sviðinu, án þess að hafa fundið höfund. Þetta er leikrit um hugmyndir sem eru of óstýrilátar og lifandi til að geta lotið lögmálum sviðsins, leikrit til að binda enda á öll leikrit, eins og stundum hefur verið sagt. Áfjáðust í „að komast á svið“ eru faðirinn og eldri dóttirin. Hún til að hefna sín, hann til að réttlæta sig: því maður ar alltaf það sem aðrir halda að maður sé, og það getur stundum verið óbærileg kvöl. öll hin eru meira og minna þátttakendur í leiknum gegn vilja sínum, eins og t. d. eldri sonurinn sem ekki getur fyrirgefið föður sínum að hafa dregið þetta ókunnuga fólk inn í húsið. í heild var þessi sýning Iðnó til sóma. Föðurinn lék Gísli Halldórsson af næmum skilningi, en Þóru Friðriksdóttur sem lék eldri dótturina hætti til að verða of gargansleg á köflum. Leikur hennar ber enn of mikinn skóla- keim. Báðar þær sýningar sem hér hafa verið nefndar áttu skilið að vera miklu betur sóttar en raun varð á. 28 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.