Birtingur - 01.06.1959, Page 33

Birtingur - 01.06.1959, Page 33
Ari Jósefsson: Tvö Ijóð Brennifórn Enn í kvöld munu hendur mínar leysa hár þitt og það hrynur um rauðu blómin tvö sem liafa vaxið útúr hjarta þínu á hvítum stilkum handa mér en áðuren sólin rís og fáni herjanna sem þramma um landið skulum við fela andlit okkar í hári þínu og sofna því á morgun munu þeir koma þeir brjáluðu sem hafa veifað eldinum yfir höfðum okkar í dögun koma þeir og upp af úngu holdi okkar mun bláleitur reykur stíga einsog dálítið faðirvor handa guði þessa heirns Eingill Ég tók þig út úr nóttinni og leysti þig úr klæðum ég tók handfylli af snjó og þvoði þig hvíta ég tók handfylli af túnglskini og festi á þig vængi ég horfði á þig fljúga útí bláinn

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.