Birtingur - 01.06.1959, Page 34

Birtingur - 01.06.1959, Page 34
Thor Vilhjálmsson: SYRPA Haldiði að það sé nokkur landkynning? Snilld Halldórs Laxness hafði oft hér áður fyrr undarleg áhrif á dagfarsprútt fólk í stétt kaupsýslumanna og ýmsa gæflynda heldri bændur og rosknar konur sem fóru til þess að læra að dansa á efri árum til að geta fengið sér snúning hver með annarri í stjórnmálafélagi undir hinu hæfilega nafni Hvatar, og fleira fólk. Öryggin sem tempr- uðu geðsveiflurnar frá mánudegi til mánu- dags sprungu með herjansmiklu bomsara- bomsi þegar þessi alþjóðlegi skalasprengi- kraftur íslenzkra bókmennta var allt í einu kominn í tækið þar sem svefntrillur topp- manna í menningarlífi okkar voru vanar að halda værðinni við, var ekki von mönnum brigði? Og þetta gæfa fólk saup hveljur og sagði: Er það nú landkynning! Ekkert nema lús. Og margur setti þennan höfund í straff með því að iðka það meinlæti að lesa ekki bækur hans. Hvernig ætli mönnum litist á þetta í útlandinu? sagði fólk og reyndi að halda sér við Hagalín. Jú takk, það kom í ljós að mönnum líkaði þetta alveg prýðilega í útlandinu og meinlætafólkið varð í snar- hasti að temja sér þakklæti í garð þessa höfundar, lesa í skyndingu bækurnar sem það hafði alltaf verið á móti, og komast að þeirri niðurstöðu að það hefði eiginlega allt- af verið hrifið af honum, undir niðri. En var þetta nú ekki óþarfi með lúsinu, samt. Mér finnst, segir það: að þegar maður hefur skrifað svona fallega kafla einsog hann Kiljan okkar, þá geti hann nú gj arnan sleppt þessu ljóta, finnst yður það ekki væni minn? Og það hefur komið upp úr kafinu að þessar ófrægingarbókmenntir eru orðnar langöfl- ugasta landkynningin og hinir heiftbláu fisk- salar frá fyrri árum eru blíðir í rómi og rjóðir yfir viskíglasi og taka því alls ekki illa þegar stungið er upp á því að fá lánað nafnið Salka Valka til að auglýsa íslenzkar afurðir. Veiztu það, segja frúrnar í short cut kjólum a la Bardot með löng munnstykki úr Bláa Englinum: Hann Kiljan okkar var með skipinu seinast þegar við Pússi minn fórum til Biarritz. Guð hann er svo sætur. En mér finnst nú hann hefði ekki átt að skrifa Atómstöðina, hann er dálítið skrapp þar. Eftir kokteilinn, tvo snafsa og bajer með matnum, nokkra chartreuse með kaffinu, fjóra ginfizz eftir kaffið, koma draugar for- tíðarinnar upp úr gröfum tízkunnar: af hverju þarf maðurinn endilega að hafa þetta ljóta í bókunum sínum? Af hverju þarf hann að láta fólk halda að það sé lús á Is- landi? Þetta eru allt samar. ýkjur. Eins og Islendingar hafi verið lúsugir, ooojbara, segja þær og gretta sig svo þykk málningin hrekkur sundur á vörunum eins og plasthúð og munnfroðan springur á glamrandi og glitr- andi armböndum hins lögmæta skyndigróða. Það hafa nú margir fengið Nóbelsverðlaunin, segja þær. Og aðrir ekki. Veiztu það Lizzý að nú kemur ekki nema eitt Hjemmet fyrir jólin. — Guð þú segir ekki. — Þetta hafa þeir gert í Dagsbrún. 30 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.