Birtingur - 01.06.1959, Síða 36

Birtingur - 01.06.1959, Síða 36
leyfilegt að hella yfir varnarlaust fólk háv- aðanum án þess að hafa neinn kostnað af því sjálfur. Bara boiga STEFI, sagði Jón að vísu, þar greinir mig á við hann. Ég vil ekki fallast á að hægt sé að kaupa sér leyfi fyrir peninga til að mega gera öðrum lífið leitt með skarkala. Ekki tókst honum að komast í stofufangelsið á Þingvöllum þrátt fyrir eða kannski vegna traustsyfirlýsinga listamannasamtakanna. Enda finnst mér það nú ekki starf fyrir aðra en guðfræðinga að hírast þar einmana á vetrum en með því yfirgengilegri gleðskap geisandi allt í kring á sumrum, dunda við að draga drukknar og svívirtar konur upp úr gjótum sem hafa kannski gagnað nafnlaus- um mönnum meðvitundarlitlar, slétta úr klæðum þeirra, halda í hönd þeirra og hugga með kristilegum fortölum og ræðum um kertaljós tilverunnar; ganga á milli blóðugra áflogahunda sem bítast á leiði þjóðskáld- anna; lána mjólkurpóstum skóflur og hóa í hríðarbyljum skammdegisins; reka kindur úr kjarri frá þeim starfa að bíta ofanaf ný- græðingnum; kippa í bandspotta til að reyna að hafa tregan utanborðsmótor í gang til þess að bjarga áttavilltum laxveiðimönnum úr sjávarnauð á Þingvallavatni þar sem þeir halda að þeir séu að fara yfir Víðidalsá til veiðiskapar og þykir áin orðin furðu- breið og liggur við drukknun eins og skáid- inu Li Pó; fara með skilaboð í sumarbústaði virðingarmanna og hjálpa heimasætum með bilaða rennilása; mæla lofthita og gá til veð- urs; sætta sig við umferð soldáta og mellu- dólga um vé þjóðarinnar. Er ekki guðfræði- menntun höfuðskilyrði til slíkrar virðingar og vegtyllu. Sjáum við ekki fyrir okkur Jón Leifs í þessu hlutverki sem endurborinn Franz af Assisi? Má ég svo að lokum þó seint sé óska Jóni Leifs til hamingju. Það apaköttur er Mikið lán er fyrir okkur að hafa fyrirtæki sem nefnist Leikritaútgáfa menningarsjóðs og njóta ráðuneytis þeirrar stofnunar sem hefur útbúið félagsheimilin um gjörvallt land sem sum eru svo snilldarlega innréttuð að það er hægðarleikur fyrir aðvífandi fólk úr sveitum að vei’ða virkir þátttakendur í leikn- um sem fram fer með því einu að ganga í salinn eftir að tjöld eru dregin frá vegna þess að inngangurinn er svo þétt við sviðið að sá sem kemur inn verður ekki þekktur frá leikurunum nema menn gjörþekki verkin sem verið er að flytja og svo bætist við að þessi sama stofnun sendir landslýðnum leik- verk sem gera allar óvæntar gestakomur mjög kærkomnar meðan leikurinn stendur yfir. Bandalag leikfélaga heitir þessi ráðholla stofnun sem starfar mjög hnitmiðað og lætur því dreifa snilldarverkum: Tann- hvöss tengdamamma, Trúgjarni tengdapabb- inn, Táldregna tengdadóttirin, Tryllingslegi tengdasonurinn, auk þess Frænka Charleys og á toppinum situr Apakötturinn sem er sígildur á Islandi. Sá hlær bezt ... Drengskapur Hallbergs Við vorum heppnir þegar Peter Hallberg réðst hingað á sínum tíma lektor við Háskóla Islands. Nú situr hann í Gautaborg og hefur unnið stórvirki í þágu íslenzkrar menningar, bæði með því að kynna meira en nokkur ann- ar bókmenntir Laxness erlendis og stuðla með ómetanlegum hætti að því að hann fengi Nóbelsverðlaunin og með því að verja mál- stað Islands þegar á okkur er hallað. Hið mikla verk hans um Laxness sem er að koma í íslenzkri þýðingu hjá Helgafelli smám sam- an gerir íslenzkum fræðimönnum um bók- menntir skömm til sem hafa verið að eltast 32 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.