Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 39

Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 39
hverja dásamlegustu sviðslistarhefð sem get- ur, ameríska ballettinn og kínversku óper- una. Tónlistarmenn frá Sovétríkjunum veittu okkur mikið yndi og spiluðu okkur inn í ævintýrin. Það var dýrðlegt að hlusta á þetta fólk. En hvers vegna endilega þessi af- líðandi slakkaprógröm sem hefjast í hæð- unum kannski með Beethoven eða Bach og enda á íþróttavellinum rennisléttum með La Kampanellu, í makalausum fimleikabrögðum sem eiga ekkert skylt við fegurðina og sann- leikann í upphafi. Hví fáum við ekki að heyra meira eftir nútímatónskáldin miklu í Sovétríkjunum eins og Prokoffieff og Sjostakovitsj, kannski eru einhver yngri til líka, það höfum við því miður ekki fengið að vita. Þessir dásamlegu hljóðfæraleikarar eru að spila einhverja juste-milieu tónlist frá síðustu öld þegar aristókratarnir voru hættir að vera aristókratískir og kaupmennirnir og iðjuhöldarnir tóku völdin, þetta rómantíska krystalslampatraumerei. Mér finnst alveg óþarfi að láta svona gott listafólk spila út- jöskuð virtúósaverk til að sanna fimina. Það hefur að vonurn vaknað mikil reiði ým- issa vígreifra smáletursdálkabréfritara sem hafa vaðið uppi í Morgunblaðinu með eðli- legar umkvartanir út af því hve tónlistin hefur batnað í morgunútvarpinu svo menn þurfi ekki að hrökkva upp frá draumum um ferðalög um suðræna unaðslundi við þá mar- traðarkennd í morgunmál að þeir séu bundn- ir niður á járnbrautarspor og hraðlestin Skandinavien Express að bruna yfir þá með bræðraþjóðarfírugheitum eða vera rifnir upp á rassinum við svofelld annarleg tilmæli: rock rock, rock around the clock. Nú er farið að spila lífsfegrandi tónlist til að setja hug- ann í stellingar svo menn minnist sinnar ábyrgðar og gangi til starfsins með virðingu fyrir því lífi sem þeim hefur verið skenkt og möguleikum þess. En reiðir greinahöfundar steyta hnefann að tónlistarstjóra útvarpsins Árna Kristjáns- syni, einhverjum fínasta og vandaðasta lista- manni okkar og grenja eins og berserkir út af ágæti hans. En það gen-æði, hrópa þessir viðhaldsmenn ósómans: hann verður að gera sér það ljóst að við þetta verður ekki unað. Þessu verður ekki tekið með þögninni, öslaa þeir, þessir menn sem hafa eitthvað að berjast fyrir. Pólsk list Birtingur hefði náttúrlega átt að vera kom- inn út fyrir löngu. Nú er orðið svo langt síðan pólska sýningin var hér. Hún sýndi okkur að það er alveg óþarfi að keyra sósíal- istiskt land undir ömurleika þeirrar fram- leiðslu sem hefur verið kennd við sósíalreal- isma. Þar gætti greinilega mikilla umbrota, listamennirnir voru að reyna að gegna skyldu sinni og hlýða á guðsröddina í brjósti sér hvað sem viðhorfum kontórmannanna leið. Uppgjör hinna pólsku framvarðasveita við fall Stalinismans þar í landi var heiðarlegt og harmsögulegt. Þegar Gomulka náði völd- urn gaus upp allsherjarendurskoðun. Hvar stöndum við? sögðu oddvitar endurskoðunar- innar. Hvernig í ósköpunum hefur þetta getað gerzt? Meintum við kannski ekki vel? En árin hafa liðið og við stöndum hér á gröf hugsjónanna, þrælar vanans og blekkinganna og slagorðanna, hollustunnar við það sem eitt sinn var trúað. Nú reyndu þeir að meta allt af nýju, byrja á nýjan leik, vekja mein- ingarnar til lífsins. Og halda áfram. Hvert ... ? Nokkrir bókatitlar án greinargerðar Það er ekki oft að maður hafi tækifæri til að mæla með jafn mörgum bókum frá einu Birtingur 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.