Birtingur - 01.06.1959, Page 40

Birtingur - 01.06.1959, Page 40
forlagi hérlendis eins og þeim sem koma frá Heimskringlu í ár. Tvö útlend rit sem heyra til fagurra bókmennta: smásögur hins fær- eyska Heinesens: 1 T ö f r a b i r t u ; hin er gamall kunningi frá því opinberunarári sem varð þegar ég kom fyrst til Ítalíu: bókin eftir Carlo Levi: Kristur nam staðar í E b o 1 i. Mikið þótti mér vænt um þá bók, nú er hún komin á íslenzku í þýðingu Jóns Óskars. Þar segir frá fólki sem er svo af- skekkt að straumar hinna ýmsu siðmenn- inga náðu ekki þangað, þar var höfundurinn í útlegð á valdatíma fasistanna. Hann er læknir að menntun eins og Tsékov, auk þess listmálari, þetta hvorttveggja dýpkar og efl- ir hann sem rithöfund. — Hannes Sigfússon þýddi sögur Heinesen og er það trygging fyrir því að skáldskapur Heinesen komi til skila. Heinesen er þegar einn af ágætustu höfundum á Norðurlöndum, magnaður, dramatískur og fyndinn í senn, vekur ljós- lifandi myndir og kippir okkur inn á sögu- sviðið. Og svo er það Mao hinn kínverski, er ekki sjálfsagt að kynna sér viðhorf þess manns sem ræður mestu um örlög stærstu þjóðar heimsins og hefur stýrt stórfeldustu byltingu líðandi ára, hann er áreiðanlega einn allra merkasti klerkur í marxisma þeirra sem nú lifa, einn vitrastur og snjallastur ieiðtoganna, þjóðskáld að auki. Hugsunin er ákaflega ljós í ritgerðum hans og skaðar engan að kynna sér þetta, hvert sem hans eigin viðhorf kunna að hneigjast. Þá er ný Ijóðabók eftir Sigfús Daðason: Hendur og orð, hann var þegar talinn einn allra efnilegustu ungra skálda þegar fyrri bók hans kom út 1951, hún hneykslaði marga þá sem lágu í skotgröfum undir því yfirskini að verja íslenzka Ijóðhefð, talsmenn hins vélræna bláfjallakveðskapar vitnuðu oft í þá bók og héldu sig vera að styðja mál sitt með þeim tilvitnunum en gáðu ekki að því að þá kynni marbendill stundum að brosa. Sigfús hefur varnarbelti um tilfinningar sínar, það glittir í tortryggið auga í skotraufinni sem fylgist með lesandanum. Um þessa bók verð- ur seinna skrifað í Birtingi, ég var að fá hana. Kristinn Andrésson er einn af þeim skör- ungum sem alltaf virðast geta bætt á sig störfum. Nú er hann búinn að skrifa stóra bók um ferðalag sitt til Kína í vor. Það er mikil og forkunnarfögur bók sem ég er að byrja að lesa og tæplega 150 stórar myndir fylgja henni, allur frágangur til mikils sóma: Byr undir vængjum nefnist þessi bók, það verður skemmtilegt að fylgj- ast með því flugi Kristins. Þetta er eins og júbílár í útgáfu Kristins, úrvalsbækur allt. Viðskiptamenn Almenna bókafélagsins þurfa víst að taka fjórar bækur á ári, það ættu ekki að vera vandræði að finna fjórar eigu- legar bækur í þeim mikla fjölda sem félagið gefur út árlega. Ég myndi velja æviminn- ingar Jóns Krabbe, Spámanninn, eftir Kahlil Gibran, (þýð. Gunnar Dal), smásögur G. G., sögurnar eftir Rilke af Himnaföður, og svo kemur stóra myndabókin: Frumstæðar þ j ó ð i r, mikið er það falleg og girnileg bók. Hún er full af skemmtilegum myndum, sum- ar litmyndir, og geysifróðleg, bók fyrir allar kynslóðir, afhjúpar kynþáttahroka sem hrikalega heimsku. Hún bregður upp fyrir okkur myndum af því fólki sem hefur verið kallað frumstætt, minnir okkur á það að það á sitthvað og býr yfir ýmsu sem við höfum gott af að kynnast. Óskabók fyrir alla ald- ursflokka. Rúmsins vegna verður að geyma að segja ítarlegar frá bókum Almenna bóka- félagsins. Mannlýsingar Eir.ars Kvaran, auð- vitað ætti maður að hafa hana með í valinu — svo er bók eftir Olav Duun sem ég á eftir að lesa. Ég tala nú ekki um Sívagó, eftir Pasternak, sem ætti að vera efst á blaði. 36 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.