Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 49

Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 49
— Ekki sem stendur; en hann bjó árum saman í höll. — Var hún úr kristal? — Já. Með járnbentri steinsteypu í bland. — Hvað sá hann út um gluggann? — Það er nú undir ýmsu komið. .. Ég held það hafi ekki verið margt að sjá. Þeir settu járnrimla fyrir gluggana þar sem hann bjó til þess menn færi ekki að langa út. Það er áreiðanlega viss mann- kærleiki bakvið það, en ef þú skyldir heyra einhvern syngja um fang- ann sem situr bakvið fangelsisvegginn og horfir upp í bláma himinsins þá þarftu ekki að leggja trúnað á það. í raun og veru sést ekki neitt. — Um hvað ertu að tala, Agnieska? — Hafðu ekki áhyggjur af því, sagði hún — allt er í stakasta lagi. Þú lítur út fyrir að vera fjörutíu og fimm ára; eftir ár verður drátt- arvélaframleiðslan orðin fimmtán prósent meiri, Zawadski er loksins að fara fjandans til, og himinninn uppyfir okkur er ekki tómur: fyrir hálfum mánuði voru myndir af pólskum þrýstiloftsflugvélum í öllum blöðum. Svo förum við að flytja út pólska bíla til Pakistan, og tala námuverkamanna sem stunda bíflugnarækt í frístundum fjórfaldast. Allt er í besta lagi, hrópaði hún — en í guðanna bænum spurðu mig ekki hvað ég hugsi eða hvernig ég hugsi. Hann reis upp og kom til hennar. — Mamma þín hefur æst þig upp, sagði hann rólega. Hann lagði höndina á öxl henni. — Þú verður að reyna að sýna henni umburðar- iyndi. Þú skilur þó . . hún er búin að liggja mánuðum saman og fær ekki pláss á neinu sjúkrahúsi. Þú veist vel sjálf að það er ekkert pláss. Þú verður að reyna að skilja hana. — Mamma er ólæknandi, sagði Agnieska. — Það vita læknarnir betur en þú. Þeir taka hana ekki vegna þess að það þarf að bjarga öðrum. Hún verður að deyja hérna. Hann losaði takið á handlegg hennar og settist þungt. Hún sá að hann starblíndi framan í hana, og hún dró sig enn lengra inn í myrkrið. — Þeir taka hana nú á endanum, sagði hann eftir dálitla stund. — Nei, sagði Agnieska. — Það er óþarfi að vera með neinar tyllivonir. Þegar ekki er pláss fyrir hina geta þeir ekki heldur tekið hana. Hún verður hjá okkur. — Þykir þér ekki vænt um móður þína? Hún yppti öxlum. — Örlög hennar koma mér við. Hann strauk hendinni yfir ennið; svo seig hann allt í einu saman, nú var hann ekki annað en brjóstumkennanlegur gamall maður, sem stæltir vöðvar gátu ekki einu sinni bjargað. Birtingur 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.