Birtingur - 01.06.1959, Síða 52

Birtingur - 01.06.1959, Síða 52
Manneskja sem réttir úr sér eins og í örvæntingu. Sama einbeitta andlitið, óheyrilega eftirvæntingarfullt. Hvar var það aftur? Hvenær?“ — Þú getur sagt það sem þér sýnist, sagði hún við Zawadski. — Ég hef séð einhvern sem er óhugnanlega líkur þér. Ég get bara ekki munað hvenær eða hvar. Nú kemur mér ekki dúr á auga í nótt. Bless, og vertu kátur! Hún fór. f forstofunni rakst hún á föður sinn; hann var kominn í frakkann og ætlaði að fara að setja upp hattinn. — Sagði Grzegorz þér áreiðanlega ekki hvert hann ætlaði? spurði hann. — Nei, sagði hún. — Hann sagðist bara ætla að hætta að drekka. — Mamma þín getur ekki sofnað, sagði hann. — Hún liggur og hefur áhyggjur út af honum. Ég er tilneyddur að fara út og leita að honum. — Far þú að hátta, sagði Agnieska. — Hvað ætli maður sé að láta það gera grín að þér þegar þú sefur yfir þig í fyrramálið og kemur of seint í vinnuna. Ég fer sjálf út og leita að honum. Hún gekk aftur yfir garðinn og hugsaði: ,,Og þú, hvar ert þú? Kanske ertu líka einhvers staðar að drekka þig fullan eins og Grzegorz? Og kanske siturðu einmitt núna röflandi, hangir í fólki og segir því söguna okkar sem engum kemur við nema mér og þér? Skyldirðu vera að því? Eða liggurðu kanske með opin augun og endurtekur nafnið mitt: Agnieska, Agnieska, Agnieska? Kanske ertu hræddur við morgundag- inn eins og ég? Ef þú þessa stundina ert fær um að skilja nokkuð þá vittu: á þessari stund er ég hjá þér. Ég er hjá þér þó þú liggir í rennusteininum. Já, þó þú hafir orðið vitlaus og náð þér í stelpu. Alls staðar er ég með þér bara ef þú hugsar til mín“. I hliðinu rakst hún á Zawadski; hann var að draga mótorhjólið út. — Ég ætla að keyra svolítið til að reyna það, útskýrði hann. — Hvert ertu að fara? — Að leita að Grzegorz. — Er hann á fylliríi. — Ég geri naumast ráð fyrir að hann sé í kirkju. Þau voru komin út á götuna. Zawadski steig vélina í gang. — Sestu á, sagði hann — ég set þig af einhvers staðar í miðbænum. Þau skröltu af stað. Þegar þau höfðu farið um tvö hundruð metra fór vélin að hiksta og svo stansaði hjólið eftir nokkra snögga rykki. Agnieska stökk af. — Kúplingin aftur, sagði Zawadski. Hann var í öngum sínum. Þau stóðu í skini ljósastaurs og ljósið féll niður á skarpleitt andlit hans sem var eins og steinrunnið. Allt í einu hrökk Agnieska við: 48 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.