Birtingur - 01.06.1959, Side 53

Birtingur - 01.06.1959, Side 53
— Nú man ég það, sagði hún. — Hvað? — Hvar ég sá þetta andlit sem er svona líkt þér. Kanske var það ekki einu sinni andlitið, kanske bara maður sem stóð í sömu stellingum með sama svipinn á andlitinu. — Nú? — Það var í kvikmynd. Uppreisnarmaður drepur mann af tilviljun og verður að flýja. Hann særist sjálfur. Allur bærinn er á hælum hans; lögreglan, njósnarar, nokkrar smáhýenur; allir eru á eftir honum í ein- um eða öðrum vesölum tilgangi. Og stúlkan hans leitar líka að honum. — Það var fallega gert af henni. Hvað svo? — Loksins finna þeir hann, sagði Agnieska. Hún brosti: — Það finnur hann þar sem hann liggur fyrir dauðanum og hefur ekki þrótt til að flýja lengur. Lögreglan nálgast, ég man vel eftir ljóskösturunum þegar þeir koma. Og þá ákvað stúlkan að deyja með honum. Ég man ennþá lokaorð myndarinnar. Deyjandi maðurinn spyr: ,,Er langt enn?“ Og hún svarar: „Já, það er löng leið, en við förum hana saman“. Hún þagnaði. — Og hvað svo? spurði hann. — Og þau deyja saman, Zawadski. Þau deyja fyrir kúlum lögreglunnar. En það er ekki það sem mestu máli skiptir. Þau treysta hvort öðru fram á síðustu stund. Auðsýnilega á það svo að vera, öðru vísi hefur það víst ekkert gildi, bara þannig. Lífið ógnar með sldlnaði en dauð- inn sameinar að eilífu. — Þú ert kjáni, skilurðu það? — Já. Góða nótt. Hún fór. VII Hún leitaði hans á öllum knæpum í miðbænum og fann hann hvergi; hún leit inn á staðina þar sem fyrirfólkið var vant að skemmta sér og hina staðina þar sem starfsmennirnir koma með skjalatöskur sínar með vodkaflöskum í til að taka upp undir borðinu. I „Kameralna“ hvísiaði dyravörðurinn — hinn fyrirferðarmikli Miecio, einkavinur Grzegorz — um leið og hann dró annað augað í pung: „Hann var hérna en fór eitthvað lengra niður í bæinn. Hann á víst í einhverjum hjarta- sorgum uppá síðkastið, eða hvað?“ „Já“, sagði Agnieska. Hún var úrvinda eftir að horfa inní hundruð drukkinna andlita og eftir óteljandi samtöl við dyraverði á knæpunum; hún reikaði á fótunum og hugsaði í sífellu: „Sofa, sofa....“ Miecio tók hana og leiddi að fatageymsl- unni; þar hellti hann í hana glasi af vodka og sagði: „Þér ættuð að Birtingur 49

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.