Birtingur - 01.06.1959, Page 57

Birtingur - 01.06.1959, Page 57
til lífsins? Og ég heimta tryggingu fyrir því að hendur mínar verði framvegis óflekkaðar. — Hér í Zieleniak færðu naumast svör við spurningum þínum. Það er tilgangur á bak við þetta allt, skýr og réttlát hugmynd. — Það er rétt hjá þér. En veika hliðin á hverri skýrri hugsun eða hugmynd er bara sú að það eru fíflin sem reyna að framkvæma hana. — Þetta eru ekki annað en orð. Augnalok hennar voru þung af svefn- ieysi. — Þú ert að leita að átyllu til að drekka, Grzegorz. Hana er alltaf hægt að finna. — Sú staðreynd að ég er lifandi, sagði Grzegorz — er fullgild átylla til hvers sem er. En ég vil vita: og hvað svo framvegis? Átylla segirðu. Ágætt. En nú skal ég segja þér eina sögu. Einu sinni hitti ég félaga minn sem ég hafði ekki séð í nokkur ár. Við fórum jnn á knæpu og fengum okkur nokkur glös. Hans líkar voru þá kallaðir „svartasta aft- urhald“. Við leystum báðir frá skjóðunni. Það var þá bæði eitt og annað sem farið var að hneyksla mig, og hann líka. Svo skildum við. Það kom svo í ljós að hann var stéttníðingur. Af verstu tegund. Hann ber ekki vopn, en hann hvíslar. Það er erfiðara að buga svoleiðis fólk en gaddavírsgirðingar. Stutt og laggott: það varð að loka á honum kjaftinum með einhverju móti. Og ég hitti hann aftur þrem tímum síðar — hjá rannsóknarlögreglunni. Úr því við urðum samferða inn þangað viðurkenndi hvorugur í réttinum. Ég varði trú mína, mál mitt gagnvart stéttníðslunni, hann frelsi sitt. Guð minn góður: hvor okkar var fantur og hvor manneskja? Ég veit það ekki þann dag í dag. Hann hallaði sér í átt til hennar. — Eigum við að hugsa okkur að hún komi? sagði hann. — Að hún komi loksins? Á síðustu sekúndu á sunnudaginn? Að hún yfirgefi mann og börn og verði hjá mér? Með hvaða svip stend ég þá gagn- vart henni? Hvert verður hjarta mitt? Hvaða styrk hefur ást mín þegar ég er hættur að trúa á sjálfan mig, þegar ég fyrirlít sjálfan mig? Er þessi heimur sem við lifum í kanske staður þar sem ástin getur lifað og þróast? Núorðið sofa menn ekki hjá konum vegna yndisins heldur til að geta sagt kunningjunum frá því. Ég vil ekki gera mér neinar blekkingar um lífið. Ég ætla ekki að fela mig fyrir öðrum með ást mína. Það sem ég vil fyrst og fremst vita er: hvað verður um Pólland? Um þá sem beittir voru órétti? Um flokkinn? dm frelsið? Ég vil vita hvað verður um þá sem brugðust trausti mínu? Þá sem töldu mér trú um að ég væri að berjast og sigra þegar ég var raunverulega að hopa, svíkja þjóðina, glata trúnni og samviskunni. Rödd sína heyrir maður gegnum hálsinn, en líf sitt heyrir maður gegn- um samviskuna. Ég vil finna það vatn sem þvoi hendur mínar hreinar. Birtirígur 53

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.