Birtingur - 01.06.1959, Síða 59

Birtingur - 01.06.1959, Síða 59
— Yndislegt nafn! Hann þrýsti glasi í hönd hans. — Þína skál, Kazik! Og skál fyrir Wola! Grzegorz reis á fætur. Hann hellti öllum fjórðungnum í glasið og gekk að skenkiborðinu. Þar hneigði hann sig fyrir konu í flegnum kjól. — Leyfist mér, spurði hann — að skála með fyrirfólkinu ? — Gjörið svo vel! Endilega! kvað við úr öllum áttum. — Skál fyrir Wola verkalýðsins, sagði Grzegorz. Svo skvetti hann vodk- anu framan í þann hæruskotna og hopaði á hæli. Hnífur blikaði í hendi unglingsins með lága ennið. Grzegorz dró upp byssu. Hann lyfti vinstri hendinni. — Hægan, sagði hann — stattu kyrr þar sem þú ert. Ég ætla mér ekki að fara að slást á bændavísu. Ég skýt. Þau fóru. Þegar þau voru komin út spurði Agnieska: — Líður þér betur á eftir? — Svolítið, sagði hann. Svo stakk hann byssunni á sig. Hún leit til hliðar á hann. — Ekki verður beint sagt að þig skorti pólskt yfirbragð. Hann yppti öxlurn; svo glotti hann. — Hann sagðist sjálfur hafa gaman af kábojmyndum. Það er nauð- synlegt að setja sig inn í drauma og þrár hinna vinnandi stétta, skilja langanir þeirra. .. Hann þagnaði. Eftir stundarþögn spurði hann: — Heldurðu hún komi á sunnudaginn? — Áreiðanlega, sagði Agnieska sinnuleysislega; hún trúði hvorki á sjálfa sig, orð né fölnandi himininn. VIII Stóri vísirinn nálgaðist tólf. — ,,Sjö, hugsaði Agnieska. — Nú kemur hann ekki. Hann kemur víst ekki“. Henni létti og það linaði sárindin andartak. Hún stóð undir klukkunni á Aðalstöðinni. Það var laugar- dagur; fólk streymdi út á brautarpallana, altekið helgarspenningnum. Það rakst á og skammaðist, hlaðið pinklum og handtöskum. Óskýr rödd liljómaði í síbilju frá hátalaranum og tilkynnti farartíma lestanna; rauð og græn ljósmerki blikuðu. Hún leit upp á klukkuna; vísirinn sýndi þrjár mínútur yfir. „Búið, hugsaði hún. — Svona er það þá: Ijósmerki, hávaði og þröng. Og engin af þessum tilfinningum sem aðrir nefna kvöl. Bara sljóleiki“. Enn hrökk vísirinn fram um eitt strik; þegar hún leit af honum stóð Pietrek fyrir framan hana. — Ég komst ekki í vagninn, sagði hann. — Laugardagur. Það er hrein- asta helvíti. Hermennirnir ráku mig þrívegis niður af stuðaranum. Hún brosti. — Þeir gátu vitað að þú varst á leiðinni til mín. Birtingur 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.