Birtingur - 01.06.1959, Side 60

Birtingur - 01.06.1959, Side 60
— Þeir eru ekki af því taginu sem hugsar, sagði hann — þeir eru bara úr hernum. En við skulum koma. Ég þoli ekki brautarstöðvar. Skilnaðurinn liggur þar í loftinu. Þau stóðu enn á sama stað og horfðu hvort á annað. Pietrek var fölur og þreytulegur til augnanna. Hátalarinn glumdi: „Lestin til Minsk, Mazowski fer....“ Hópur af fólki kom þjótandi. Agnieska spurði: — Ertu reiður? Hann hristi höfuðið. — Það má venjast öllu, sagði hann — það eru aðrir sem hafa gert rækilegar en þú. Þeir settu upp gúmívettlinga eins og námumenn liafa. Með svoleiðis vettlingum er hægt að berja menn í andlitið í fjörutíu og átta tíma án þess á þeirn sjái. Nema hvað tannholdið bólgnar eins og á börnum sem eru að taka tennur. Ég man eina nóttina.... — Eigum við ekki að koma? sagði Agnieska. — Klukkan hvað átti Jykillinn að verða þar? — Klukkan sex. Hann er kominn þangað. — Eftir hverju erum við þá að bíða? Á leiðinni fóru þau inn í lítið kaffihús. Fólk hallaði sér hvað að öðru yfir lítil, kringlótt borðin og ómurinn frá því var eins og flugnasuð. Við gamalt hnetubrúnt píanóið réri sköllóttur píanóleikari fram og aftur og hamraði lag grófum fingrum; augun voru hálflokuð. „Hann er hálfsofandi, maðurinn“, hugsaði Agnieska, og sér til undrunar fyllt- ist hún gremju yfir því. Urn síðir kom feit afgreiðslustúlka með kaffi og köku handa þeim; kaffið var þvínær kalt og kakan óæt. Pietrek þagði; hann sat álútur og hrærði hugsunarlaust í bollanum. — Ósköp ertu bjánalegur, hrökk upp úr Agniesku. Hún fann til vax- andi óróa. — Það þykir mér vænt um að lieyra! rumdi hann. — Gætirðu ekki sagt eitthvað? — Ég þori það ekki, sagði hann. — Ég hef alltaf verið hræddur. Það hefur alltaf orðið öðru vísi en ég vildi. Og ég er skíthræddur núna. Agnieska sparkaði í öklann á honum undir borðinu. Hann þaut á fætur. — Og hvað um mig? spurði hún óstyrk í röddinni. — Hvað má ég segja? — Þú hefur þó sofið hjá einhverjum áður, eða hvað? Hún leit heiftúðug á hann. — Ég ætla að sofa hjá þér núna, hvíslaði hún. — Og annað skiptir ekki máli þessa stundina, eða hvað finnst þér? Hún stóð snöggt upp og tók í hönd hans. — Við skulum koma. — Við verðum þó að borga, í g'uðanna bænum. 56 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.