Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 62

Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 62
Agnieska varð að halda aftur af sér til að æpa ekki: „Á hvað ertu að glápa, fífl ?“ Svo stönsuðu þau fyrir framan dyr; þar sat einmitt kettlingur. Þegar hann sá þau hvæsti hann og lagði á flótta. Pietrek beygði sig og lyfti mottunni. Hann leitaði. Það tók langan tíma. Svo rétti hann úr sér. — Hann er ekki þar, stamaði hann. — Hann hefur ekki sett hann þar. — Bankaðu, sagði hún snöggt. Hann hikaði. — Kanske hefur hann ekki getað.... — byrjaði hann. Hún tók fram í fyrir honum. — Bankaðu! Hann bankaði laust. Enginn ansaði. Agnieska gekk að hurðinni og spark- aði í hana af öllu afli. Innanað heyrðist drattandi fótatak, svo hringlaði lykillinn í skránni. I dyrunum stóð ungur maður með kvenlegt andlit. Hann var í grænum náttfötum; það angaði af honum brennivínslykt. — Á, gamli vinur, drafaði hann þegar hann sá Pietrek. — Hvert þó í heitasta, hvað hef ég verið að hugsa! Ég steingleymdi því. Andskoti leið- ist mér það. Jæja, skítt með það; það verður pláss fyrir okkur öll. Gjöriði svo vel. Hann bandaði hendinni út í dimman ganginn. Hann var dálítið reikull á fótunum en það mátti sjá að hann reyndi að sýnast ódrukkinn. Pietrek sagði: — Nei, takk. — Jú, komdu, sagði Agnieska. Hún ýtti fast við öxl hans. Þau fóru inn langan, fornfálegan gang þar sem þau rákust í sífellu á skápa og kistur. Það var lykt af naftalíni, loftið var mengað undarlegri lykt af gulnuðum pappír og ilmvatni. Ungi maðurinn á náttfötunum gekk á undan keikur og vaggandi. — Hér, sagði haijn. Þau komu inn í herbergið. Þar logaði aðeins á einum litlum lampa. Það fyrsta sem Agnieska kom auga á var allsnakin stúlka sem lá sofandi á dívaninum. Hún opnaði ekki augun né bærði hið minnsta á sér þegar þau komu inn. „Drukkin“, hugsaði Agnieska. Ungi maðurinn sagði með af- sökunarbrosi: — Við hittumst í lestinni; hún ætlaði að heimsækja einhvern: manninn sinn eða kærasta, hvern skrattann veit ég ... Hann sló frá sér með hend- inni og deplaði öðru auganu til Agniesku. — Nú, hvað: lífið er stutt. Þegar allt kemur til alls hittumst við öll í rúminu. En þarna er annar dívan. Þar getiði lokið ykkur af, bara ef þið takið ábreiðuna af. Við þurfum ekki að vera neitt feimin hvert við annað. — Takk kærlega, sagði Agnieska — en við ætlum að ljúka okkur af við 58 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.