Birtingur - 01.06.1959, Síða 66

Birtingur - 01.06.1959, Síða 66
— Grzegorz, sagði hún. — Þetta er í fyrsta sinn á æfinni sem ég bið þig að aumkast yfir mig: Farðu heim! Ég hef ekkert sofið í ég veit ekki hvað margar nætur; ég get varla staðið á fótunum. Mamrna sofnar ekki, hún verður aftur tryllt og enn verð ég að fara út og ieita að þér. — Hún hefur ekki komið? sagði hann. — Nei, sagði Agnieska. Hún þagði um stund, svo sagði hún: — Grze- gorz, þú ert með byssu. Skjóttu mig, skjóttu mömrnu, dreptu hvern sem þér sýnist en komdu bara heim. — Einn dagur enn, sagði hann. — Ef hún kemur ekki á morgun þá þýðir ekkert að bíða eftir henni lengur. Þau þögðu. Hún sá að hann sagði eitthvað við hana; hún horfði á /arirnar, þær bærðust, en hún gat ekki náð merkingu orðanna. Höf- uðið seig; allar hugsanir hennar runnu saman í eina: sofa. Skyndilega hrökk hún upp. — Grzegorz, sagði hún — skálaðu fyrir mér. Ást minni. Sunnudeg- inum. Hún hellti glasið lians fullt og þegar hann ætlaði að bera það að vörunum tók hún um hönd hans og kreisti af öllum mætti. Glasið brotnaði; Agnieska kreisti enn fastar og fann hvernig brotin skárust inn í hold hans. Hann hljóðaði ekki, hann bara fölnaði og stórir svita- dropar spruttu fram á enni hans. Þau horfðu bæði á hvernig blóðið draup niður á blettóttan dúkinn. Hún kreisti svo fast að það brakaði í herðablaðinu. — Farðu út, sagði hún. Hann reis á fætur. Hún hélt um hönd hans og leiddi hann gegnum salinn og út á götu án þess að losa takið. Þar fyrst sleppti hún hendi hans. Hún reikaði og studdist þungt við vegginn. — Slakaðu til, hvíslaði hún. Hann brosti. —- Þetta var vel af sér vikið hjá þér, sagði hann. — Ég hélt annars að fólk væri vita gelt að öllu hugmyndaflugi. Mannlegur kraftur fær alltaf útrás í grimmd. Hún er undirstaðan. Synd að ég skildi þig ekki fyrr; ég hefði getað látið þig hafa eitthvað að gera þarna inni.... Hann gekk til hennar og tók undir höku henni. — Komdu, stelpa, sagði hann. — Við skulum koma heim eins og þú segir. Ég fer raunar að halda að þú hafir alveg á réttu að standa. 62 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.