Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 68

Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 68
— Þú hefur skorið þig, sagði Agnieska. — Það verður að fara var- lega við raksturinn. Annars hef ég engan áhuga á þessu. Þetta er ekki annað en kumpánlegt rabb. Eldhúsdyrnar opnuðust og Grzegorz kom inn. Hann fleygði frá sér rennvotum frakkanum. Svo settist hann á rúmið og fór að færa sig úr skónum. — Ertu lasinn? spurði Agnieska. — Þvíþá? — Fyrst þú ert að hátta. Hann leit á hana blóðhlaupnum augum. Svo bandaði hann í átt til gluggans. — Finndu mér betra viðfangsefni. — Þú gætir farið og fengið þér vodkað þitt, sagði hún — þá yrðirðu orðinn fullur fyrir kvöldið og gætir farið að sofa vandræðalaust. Zawadski sagði um leið og hann fór út: — Góða skemmtun, ég er farinn. Agnieska settist á rúmið hjá Grzegorz. — Farðu nú strax, sagði hún — má það ekki einu gilda? Ef þú drekkur þig fullan strax er von til þess þú verðir undir sporvagni eða bíl, og þá verður svolítill friður. Á kvöldin er engin umferð í bænum. — Ég byrja aldrei að drekka fyrir klukkan sex á kvöldin, sagði hann. — Heimurinn er að verða gjaldþrota. Maður má ekki slaka á sínum eigin siðferðiskröfum! — Grzegorz, sagði Agnieska — ég vil gjarna nota tækifærið fyrst þú ert edrú. Ef þú hættir ekki að drekka frá og með deginum í dag fer ég til fulltrúans og segi honum hvað þú hefur í kaup. Þú ættir ekki að vera í flokknum. Fólk eins og þú á víst ekki heima þar. Ilann horfði rannsakandi á hana. — Þú ert einum of sein, systir góð, sagði hann og strauk henni um /angann. — Það var einmitt verið að rífa skilríkin mín í gær. ... Hann brosti. — Ólánsþjóð. Ólánsfólk. Það vildi fyrir alla muni koma ein- hverju til leiðar, en því miður, það er ekki annað en sami grauturinn. Þú gætir í besta tilfelli sofið hjá fulltrúanum. í þessum stuttu hléum milli fundanna. Var það annars eitthvað sem þú ætlaðir að segja mér? Agnieska þagði. Hún horfði á rúðuna sem var hreinþvegin af regninu. Húsaröðin hinumegin sást ekki einu sinni. — Grzegorz, sagði hún eftir stundarþögn — hvað langt kemst mann- eskjan niður í skítinn? — Ég hef líka áhuga á þessu, svaraði hann. — Ég hef gefið mig allan að þessu spursmáli. Og þegar ég kemst endanlega að niðurstöðu skal ég láta þig vita. — Gerir hún sér grein fyrir því? 64 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.