Birtingur - 01.06.1959, Side 74

Birtingur - 01.06.1959, Side 74
— Grímulaus hóra er æðsta siðferðisstig sem kona getur náð á vorum tímum. Hann leit til hliðar á hana. — Þetta er eitthvað nýtt að heyra, sagði hann. — Venjulega heyrir maður eitthvað allt annað: „Þegar ég var ung hitti ég mann sem ég varð ástfangin af og hann....“ og, svo framvegis. — Já, takk, sagði Agnieska. — Þetta segir maður. En hvers vegna? Fullkomnunin, það er líf án blekkinga og goðsagna. — Þér sækist þá ekki eftir blekkingunni? — Nei. — Hverju þá? — Að gleyma, sagði hún. — Guð minn góður, gæti maður bara gleymt. Gleymt pabba, gleymt knæpunum, gleymt götunni okkar .... Hann lagði handlegginn yfir herðar henni og dró hana að sér. Hún lokaði augunum og lét mótstöðulaust eftir. — Gleymdu, sagði hann lágt. — Gleymdu .... bara einn einasta dag. XI — Fífl! sagði maðurinn; hann var dökkrauður í framan af æsingi. Hann lyfti höfði hennar á hárinu og sló hana tvisvar í andlitið. Hún fann saltbragð sem snöggvast. — Gastu ekki fundið einhvern annan cil að afmeyja þig? Fyrir peningana sem ég er búinn að drekka út með þér hefði ég getað fengið mér heiðarlega mellu. Svín! Ekki er einu sinni hægt að treysta ykkur á þessu sviði. Hann fór í náttjakka og stökk framúr. Svo fletti hann ofanaf henni. — Þetta er þokkalegt að sjá, sagði hann. — Rétt eins og ég hefði drepið mann. Þetta er dáfallegt ástand, fyrir mig líka. Konan kemur heim frá Stalinogi’ad eftir þrjá tíma. Við eigum djöfulan engin auka- rúmföt. Hvað á ég að segja henni? Hann andvarpaði vandræðalega. — Hvern andskotann varstu eiginlega að hugsa? Eftir þínu snotra út- liti að dæma ættirðu eiginlega að vera orðin reynd kona. Eftir hverju varstu að bíða? — Rigningunni og þér. — Mér leiðist að ég skyldi hlaupa á mig, sagði hann — þú verður að fyrirgefa það. Viltu ekki hjálpa mér? Það er heitt vatn á baðinu...... Heldurðu það sé hægt að þvo það úr? — Auðveldlega! sagði hún. — Og það er ekki það eina sem hægt er að þvo af sér. Slökktu ljósið meðan ég klæði mig. — Mig langar ekki það minnsta til að líta á þig, sagði hann æstur. Hann kveikti í sígarettu og snéri sér undan. — Bara það verði nú 70 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.