Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 75

Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 75
þornað, þegar, kerlingin kemur. Annars fjasar hún fram á morgun. . . Hann snéri sér snöggt að henni. — Eftir hverjum andskotanum beiðstu? Gastu ekki náð þér í strák ? Ég skil ekki.... — Ég er búin að segja þér það: ég beið eftir þér. — Og nú ætlarðu auðvitað að gera uppistand útaf því að ég flekaði þig, eða hvað? Hvað heitirðu annars? Hún brosti. — Nei, ekkert uppistand, sagði hún. Hún gekk til hans og kyssti hann. — Ég er þér mjög þakklát. — Hvað heitirðu? Hvað á ég að kalla þig? — Það sem þér sýnist. Helst elskuna þína. Það er innihaldslaust og hægt að segja við hvern sem er. Þú mátt líka kalla mig kettlinginn. Yndið þitt. Mellu. Skækju. Sólgeislann. Það er líka ágætt, er það ekki? Það besta er: sólgeislinn. Við kynntumst í rigningu, það er að segja bakgrunnurinn er þrá. Allt sem fólk gerir gerir það af þrá eftir betra lífi. Eða sem siðferðileg mótmæli. Já, það er best þú kallir mig sólgeisl- ann. Hjálpaðu mér að taka sængurverið af svo ég verði fljótari. — Heyrðu, sagði hann — nú fer ég fyrir alvöru að sjá eftir því. Ég er alvarlega hræddur; þú verður að fyrirgefa mér. Við verðum að hittast með einhverjum ráðum. Ég kem þessu bara ekki inn í haus- inn á mér. — Ekki til að tala um! Taktu það bara ekki nærri þér. — Hvernig getum við hitst? — Við hittumst alls ekki. Við getum hugsað hvort til annars. Það liægir. Þegar hún var búin að þvo sængurfötin rétti hún honum höndina. — Vertu sæll, sagði hún. — Ég heiti Agnieska. Agnieska Walicka. Nú geturðu sagt félögum þínum frá mér. Og láttu mig svo hafa tuttugu zloty. — Hvað? — Tuttugu zloty. Fyrir bíl. Jú, svona á það að vera. Það sem maður gerir á maður að gera til enda. Hann tók upp veskið. — Þú þarft kanske meira? Hún hristi höfuðið. — Það nægir — fyrir byrjanda. Góða nótt. Ég bið að heilsa kon- unni. Það rigndi enn. Leigubíl var hvergi að finna. Hún ráfaði um auð strætin. Það var ekki ljós nerna í einstaka glugga. „Hvað skyldi klukkan vera? hugsaði hún. — Tólf? Eitt? Tvö?“ Hana kenndi til í höfðinu; hún gekk með hendurnar í kápuvösunum; blautt hárið lá fram á enni hennar. Hún kraup niður við poll og þvoði sér um hend- Birtingur 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.