Birtingur - 01.06.1959, Síða 78

Birtingur - 01.06.1959, Síða 78
Hann er fyrir utan allan tíma, fyrir utan vikuna, mánuðinn og árið. Maður verður að bíða. Hafa þrótt til að bíða. Og það sem mest er um vert: maður verður að haga lífi sínu skynsamlega, haga sér skyn- samlegar en við höfum gert hingað til. Ekki láta svíkja okkur, berjast, verja okkur gagnvart óþverranum. Kanske verður það þá gott með tímanum. Hefurðu kraft til að bíða, Grzegorz? Hann þagði. — Kanske snýr hún aftur, sagði hann. Hún brosti. — Hvaða máli skiptir það, sagði hún. Sagan þín sem þú sagðir mér forðum er heimskulegt æfintýri fyrir börn. Og stúlkan þín? Kanske kemur hún aftur, kanske ekki. En jafnvel þó hún kæmi. Fólk spillir á milli ykkar. Aldrei munuð þið geta gert ykkur grein fyrir hvað það er sem sameinar ykkur og hvað skilur ykkur að. Þú verður sífellt að hugsa um hana, um manninn hennar, um hvað sé að gerast milli þeirra þá stundina... . — Þetta er nóg, tók hann fram í fyrir henni. Þau sátu þögul. — Sko, sagði Agnieska eftir stundarþögn. Hún tók fram byssuna. Stundarkorn bisaði hún við lásinn svo rann patrónan með smelli fram í hóifið. — En þú kemur ekki til með að lifa það, sagði hún — og þegar okkur líður seinna öllum betur, þá verður þú — ekki neitt. Betl- andi, útúrdrukkinn tötraleppur sem ekki trúir á neitt og enginn trúir til neins. Tíminn verður hættur að líða fyrir þér. Þú verður lík á meðal okkar.... — Hættu, sagði hann. — Pólland er búið að tala sig dautt. — Ég ætla að hætta, sagði hún. — Eftir daginn á morgun vil ég fá að sofa. Ég vil að mamma geti dáið í ró og næði. Taktu byssuna hérna, hún er spennt. Nú fer ég og þú lætur verða af því. Þú skalt ekki þurfa að öíða eftir henni lengur eða kveljast af ósigrinum. Hvergi skaltu framar eiga neitt inni, ekki þurfa að treysta neinum. Hvorki herdeild- um eða konum. Það verður slökkt á öllu. Hérna! Hún rétti honum vopnið. Hann tók viljalaust við því. — Eitt enn, sagði hún. — Þú veist mér þykir vænt um þig. Kysstu mig. Hann beygði sig yfir hana og kyssti hana á kinnina; varir hans voru kaldar og hrjúfar. Hún hristi höfuðið. — Ekki svona, sagði hún lágt — kysstu mig eins og ég væri ekki systir þín......Bíddu við, ég skal kyssa þig sjálf. Hún kyssti hann. — Grzegorz, sagði hún — ekki hugsa um að öllu sé lokið. Hugsaðu 74 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.