Birtingur - 01.06.1959, Side 79

Birtingur - 01.06.1959, Side 79
um að allt er að byrja. Allt sem gæti verið lífið sjálft: friður, frelsi og kyrrð. Hún hljóp burt yfir torgið. Þegar hún kom út á götuna stansaði hún. Hann kom nokkrum mínútum síðar. — Þú vissir vel ég mundi ekki gera það, sagði hann. Hún yppti öxlum. — Vitaskuld, sagði hún — ég ætlaði bara að sýna þér hvað við erum öll hlægileg með áhyggjur okkar. Ekki annað en hlægileg. .. Hún fór að hlæja. — Nú á ég hvorki þig né Pietrek, sagði hún. — Bara hann, hinn með konuna frá Stalinograd. Hvernig skyldi hún líta út? Hvernig skyidi svikin manneskja iíta út? Hvernig lítum við öll út? Það hefur ekkert verið. Hvorki þú, sunnudagurinn né neitt annað. Það var ein- faldlega ekki neitt. Og nú höfum við freisið. Helvítis, djöfulsins frelsið. Hún fór að hiæja og gat ekki með nokkru móti hætt; hún hló enn þar sem hún lá í rúminu og hlustaði á andardrátt foreldra sinna. Og henni fannst eins og herbergið, borgin, allur heimurinn væri fullur af hlátri hennar sem enginn heyrði nema hún sjálf. Svo eldaði aftur. XII Hún klæddi sig í flýti; klukkan átta byrjaði fyrirlestur. Hún ætlaði að fara fram í eldhúsið þegar Zawadski kom á móti henni. Hann var hátíðlegur á svip; hann lagði fingur á munn sér. — Hægan, sagði hann — hún er sofandi. — Hún hver? — María, kærastan mín, þú veist.... — Er hún komin? — Sögðu foreldrar þínir ekkert? — Nei, sagði hún — ég kom seint heim í nótt. Hann leit í þreytuleg augu hennar og brosti háðskur. — I gær, sagði hann — í gærkvöldi. . . Hann brosti alsæll. — Allt þetta sem fólk var að segja er ekki annað en lygi. Eitthvað væri lífið nú auðveldara ef ekki væri til velmeinandi fólk. Uss! — líklega er hún komin á fætur. Við Grzegorz sváfum hérna frammi á ganginum. Þau fóru fram í eidhúsið; ung stúlka sat á stóli, snéri í þau baki og var að greiða sér. — María, sagði Zawadski — þetta er Agnieska. Stúlkan leit við og Agnieska stirðnaði. Þetta var sama stúlkan og hún hafði séð uppi hjá unga manninum í náttfötunum, vini Pietreks. „Þá varstu enn sakleysislegri, hugsaði Agnieska — og augun eru brún eins og ég hélt“. Birtingur 75

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.