Birtingur - 01.06.1959, Side 80

Birtingur - 01.06.1959, Side 80
— Góðan dag, vinkona, sagði hún. María lyfti augnabrúnunum. — Við þekkjumst þó ekki, sagði hún. — Það er sama, sagði Agnieska. — Við komum til með að kynnast betur og hjálpast að með eitt og annað. — Við giftum okkur í vikunni, sagði Zawadski. Andlitið ljómaði af hamingju. — Nú fer ég að útrétta eitt og annað sem vantar. Ég er bú- jnn að fá nóg af aðskilnaðinum. Óskarðu ekki til hamingju? — Til hamingju, sagði hún — einkum þér eftir allar áhyggjurnar sem þú hafðir. Þarna sérðu! Dygðugar tilfinningar uppskera alltaf sín laun. Á því byggist heimshrynjandin. Verið bless í bili; ég þarf að fara á fyrirlestur. Zawadski og María brostu til hennar. Hún kinkaði kolli. Enn einu sinni snéri hún inn í stofuna eftir töskunni sinni. Faðir hennar stóð við glugg- ann og horfði niður á götuna. — Lágskýjað, sagði hann. — Nú rignir hann alla vikuna. . . Hann snéri sér að henni. — Guð minn góður, sagði hann — bara að það væri kominn sunnudagur. Eftirmáli frá ritstjórninni Því miður hefur nafn Þorvaldar Ágústssonar fallið niður en það átti að fylgja viðtali Thors Vilhjálmssonar við Robbins. Þorvaldur hefur tekið ljósmyndirnar sem greininni fylgja. Útkoma ritsins hefur dregizt af óviðráðanlegum orsökum, vegna anna í prentsmiðju o. fl. Þess skal getið að efnið var fullsett í desembermánuði s. 1. Lesendur eru beðnir að afsaka hve útkoma ritsins hefur dregizt. Þeir sem ekki hafa ennþá greitt áskriftargjald sitt eru beðnir að gera það hið bráðasta annað hvort í Bókaverzlun Braga Brynjólfssonar eða til Einars Braga, Unuhúsi við Garðastræti. 76 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.