Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 17
UM FRAMBURÐINN RD, GD, FD
15
hafi fólk í Fljótum og Ólafsfirði yfirleitt sagt [laqði] og [havði],
enda þótt framburðarmyndum eins og [lag'ði] og [haþði], svo og
[havdi] og [laqcli], hafi brugðið fyrir hér og þar. Ef til vill á d-fram-
burðurinn einhvern þátt í þessum undarlega snöggu umskiptum frá
[g;ð, þð] til [qð, vð]. Er ekki hugsanlegt, að þeir sem gáfu upp
d-framburðinn, [q^l, v$], eða höfðu heyrt hann fyrir sér á heimilum,
hafi frekar hallað sér að [qð, vð] en [£ð, þð], og það því fremur
sem [qð, vð] hafa vafalaust verið til þarna í framburði hér og hvar
— og hafi þetta með öðru orðið til að flýta fyrir umskiptunuin?
2.42. Þá hef ég og óháðar heimildir fyrir því, að einstaka menn
í Fljótum og í Ólafsfirði hafi sagt [la^:l] (laggi) og [sag:i] (saggi),
með uppgómmæltu g-i, fyrir lagði og sagði og jafnvel [haþ:l]
(liabbi) fyrir hafði. Slíkar framburðarmyndir hljóta að vera runnar
frá framburðinum [gð, þð] með einhverjum hætti og eru því frek-
ari staðfesting þess, að hann hafi áður verið ríkjandi á þessum
slóðum. En jafnframt vaknar spurningin um aldur þessa framburðar
norðanlands og samband hans við d-framburðinn í Ólafsfirði og
Fljótum. Framburðarmyndir eins og [la^:i] og [saé'ii] eru ekki
með öllu einangraðar. Þær eiga sér hliðstæðu í so. að bragga(st)
[þragfia^st111 ], sem er aðeins tvímynd af so. að bragðast. Fram-
burðarmyndin [þraqðast*1] getur hins vegar naumast verið forsenda
fyrir samlögun af þessu tagi, en líklegra miklu, að braggast sé til
orðin úr [þrag'ðast1']. Nú kemur so. að braggast fyrir í ritum allt
frá því um 1700, og ætti þá að mega álykta, að [£ð, þð]-framburð-
urinn væri eldri en það — sennilega miklu eldri. Um uppruna hans
og fyrirrennara er vant að segja, en ef til vill er hann runninn frá
naumrödduðu [qð, [3ð].
2.43. Nú benda allar líkur til þess, að frumheimkynni og miðstöð
framburðarins [gð, þð] hafi verið einhversstaðar miðsvæðis á
Norðurlandi og þaðan hafi hann svo kvíslazt, m. a. til Vesturlands.
Hvað þá um d-framburðinn í Fljótum og Ólafsfirði, sem eflaust
hefur átt sér víðara veldi áður fyrr? Er líklegt, að hann hafi komið
upp eða breiðzt út á svæði, þar sem framburðurinn [gð, þð] réð
ríkjum? Slíkt er ekki sennilegt, enda hefði þá frekast mátt búast við,