Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 95
SAGA ISLENZKKAR STAFSETNINGAR
93
Stafsetninguna má alls eigi laga eptir því, hvað Ijettast er
fyrir nemendurna að nema, eða fyrir kennendurna að kenna.
Rjettritunin er einn hluti þess, sem kenna skal. Stafsetningin er
einn hluti tungunnar, og þeir, sem nema vilja íslenzku eða afla
sjer sannrar þekkingar á henni, verða að leggja það á sig, að
nema eins þann hlutann eins og aðra hluta hennar.
Björn M. Ólsen svaraði andmælum H. Kr. F. í ísajold 9., 13. og
16. nóvember s. á.23 Endurtók hann sumt af því, sem áður var komið
fram, en benti jafnframt á, að hann hefði í fyrirlestri sínum lagt
áherzlu á það, að stafsetninguna yrði að miða við þann framburð,
„sem sje almennastur rneðal mentaSra mannalí (358. bls.). Þá ræðir
hann um framburðarkennslu sem æskilegan grundvöll framburðar-
stafsetningar. Að sjálfsögðu yrði svo að kenna nemendum hljóðvörp
og benda á skyldleika orða, þótt það væri ekki táknað í stafsetning-
unni. B. M. Ó. segir svo að endingu (366. bls.):
Annars er jeg vongóður um, að z muni eiga skamt eftir
ólifað, því að hún á fáa formælcndur. Enn um y-in er mörgum
sárt, og eru þau þó enn þá skaðlegri í stafrofinu enn z-an, því
að enginn er svo lærður, að hann kunni að brúka þau rjett.
Enn fór Halldór Kr. Friðriksson á stúfana og ritaði grein í ísajold
4. og 7. desember.24 Er hann nokkuð hvassyrtur, svo að auðsætt er,
að honum er farið að leiðast þófið. Hvort sem það er rétt eður eigi,
segir hann beinlínis, að hann hafi sjálfur samið ritreglur sínar, en
ekki Konráð Gíslason, „og hann hefur engar rjettritunarreglur samið
eða prenta látið, svo mjer sje kunnugt“ (386. bls.). Að lokum segist
Halldór vonast til, að z lifi „langan aldur hjá öllum þeim, sem vilja
halda tungu vorri óbjagaðri og óskældri, svo lengi sem auðið er“
(390. bls.).
B. M. Ó. ritaði enn gegn H. Kr. F. í ísafold 22. janúar 1890, og
er nú farið að þykkna vel í honum.25 Segir hann, að greinar H. Kr.
23 „íslensk rjettritun,“ ísafold, 1889, 357.—358., 362.—363. og 366. bls.
24 „íslenzk rjettritun. Svar til drs. B. M. Ólsens,“ ísafold, 1889, 386—387.
og 389,—390. bls.
25 „íslensk rjettritun. Andsvar til hr. ifirk. H. Kr. Friðrikssonar frá Birni
M. Ólsen,“ ísafold, 1890, 26.-27. bls.