Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 156
154
RITFREGNIR
ingarleg, þegar það er gert. Og veikir þetta hvorttveggja innra samhengi verks-
ins. Skal ég nefna hér örfá dæmi þessu til áréttingar.
Iföfundur getur t. d. um fjórar skýringartilgátur á lo. horshr (gr. Icérdos, lat.
currö, lat. coruscus, ísl. harðr),- en gerir ekki upp á milli þeirra. (Og reyndar
vantar þá skýringuna, sem algengust er og sennilegust, að horskr sé skylt hraðr).
Nú merkir fe. og fhþ. horsc bæði ,skjótur‘ og ,vitur‘, og bendir það til þess,aðeldri
merking orðsins hafi verið ,hraður‘ eða ,röskur‘, og geta þá skýringar, sem ekki
eru í samræmi við það, naumast talizt jafngildar hinum. Höfundur aðhyllist þá
skýringu Holthausens, að físl. dyrglast yjir eigi skylt við fe. darian ,felast‘.
Fe. darian, holi. bedaren ,lægja (um veður)‘ o. s. frv. eiga sér annars enga inn-
borna ættingja í norrænum málum, né heldur eru dæmi um viðskeytt g við
þessa rót (germ. *der-g), auk þess sem merkingin ,fela‘ er naumast upphafleg,
heldur árangur af síðari, ef til vill vesturgermanskri, sérþróun. Ég gat þess til
í ritdómi um orðsifjabók Holthausens,2 3 að so. dyrglast yjir væri í ætt við nno.
dorg, ,kvista- og mosarusl til að hylja með kolagröf', en Jan de Vries telur það
ósennilegt merkingar vegna. Mér þykir þó sem skyldleiki so. dyrglast yfir ,fyrn-
ast yfir, hverfa* (nísl. durlast yjir, fær. dullast burtur) við dorg og draga liggi
í augum uppi, þótt einstakir áfangar í merkingarþróuninni séu ekki fullljósir.
Benda má á, að til eru í öðrum norrænum málum samsvarandi orð og dorg í
2 Af skammstöfunum, sem notaðar eru í þessari grein, er ástæða til að nefna
þessar:
1) Tungumálaheiti: d. = danska; e. = enska; frís. - frísneska; fær. =
færeyska; germ. = germanska; gotn. = gotneska; gr. = gríska; hjalt. =
hjaltlenzka; holl. = hollenzka; i. = indverska; ie. = indóevrópska; ír. =
írska; ísl. = íslenzka; lat. = latína; lett. = lettneska; lith. = litháíska; n.
(og -no.) = norska; orkn. = orkneyska; rússn. = rússneska; sax. = saxneska;
sæ. = sænska; þ. = þýzka; hþ. = háþýzka; lþ. = lágþýzka; f- = forn-;
m- = mið-; n- = ný-.
2) Bókatitlar o. fl.: fíp. = Biskupa sögur (Kaupmannahöfn 1858—78); Flat.
Flateyjarbók (Christiania 1860—68); Fms. = Fornmannasögur (Kaup-
mannahöfn 1825—37); G. A. = Lexicon islandicum, scriptum a Gudmundo
Andreæ Islando (Havniæ 1683); JGrv. = Jón Ólafsson frá Grunnavík, „Lexicon
islandico-latinum,“ handrit í AM 433 I—IX, fol., samið á árunum upp úr 1730;
SnE. = Snorraedda; v. GSúrs. = vísur Gísla Súrssonar, v. Kolb. = vísur Kol-
beins Tumasonar, v. Guth. = vísur Guthorms kQrts Helgasonar, eftir Den norsk-
islandske Skjaldedigtning, udg. ved Finnur Jónsson (K0benhavn og Kristiania
1912—15); O. II. = Orðabók Háskóla íslands, seðlasafn.
3) Aðrar skammstafanir: m., f., n. = karlkyns-, kvenkyns- og hvorugkynsorð;
pl. = fleirtala; v. 1. = varia lectio, orðamunur í hdr.; máll. = mállýzka.
3 Arkiv för nordisk filologi, LXV (1950), 120.