Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 67
ÁHRIFSBREYTINGAR í ÍSLENZKU
65
Samsett orð og ósamsett hafa þannig ýmis sameiginleg einkenni,
en í öðrum atriðum eru þau ólík. Því er eðlilegast að líta svo á, að
það sé ósamræmið milli hinna sameiginlegu og hinna ólíku einkenna
orðanna, sem skapi tilhneigingu þeirra til að falla saman, eða nánar
tiltekið, að á grundvelli hinna sameiginlegu einkenna skapist bæði
möguleikinn og tilhneigingin til að eyða þeim mismun, sem fyrir
finnst í öðrum atriðum, þannig að annar flokkurinn taki upp ein-
kenni hins í þessum atriðum. Það er því fullkomlega réttmætt að
tala um áhrifsbreytingar í þessu sambandi. Að það eru samsett orð,
sem dragast inn í flokk ósamsettra, en ekki öfugt, stafar fyrst og
fremst af þvi, að fónemískt munstur ósamsettra orða er miklu ein-
faldara og reglulegra en hinna samsettu.
Hvort farið er með ákveðið samsett orð sem ósamsett væri og því
skipað í flokk ósamsettra orða, er hins vegar fyrst og fremst undir
tíðni þess komið. Því meiri sem tíðni samsetts orðs er, því meiri eru
líkurnar til, að það fái á sig einkenni ósamsettra orða.
Það er án efa rétt, sem Stefán Einarsson heldur fram,21 að þegar
Breiðdalur verður Breiddalur, sé ekki bara um venjulega tillíkingu
að ræða, heldur um kerfisbundna áhrifsbreytingu. Fleiri svipuð
dæmi eru til. Þegar miðdagur /mið-dagur/ verður /middagur/, eru
það ekki einungis samhljóðin -/ðd/-, sem breytast, heldur á sér
einnig stað lcngdarbreyting og áherzlutilfærsla, ['mið-,da:qyr] >
['mi$:a,qYr]. Lengdarbreytingin er í því fólgin, að sérhljóðið í öðru
atkvæði (fyrra atkvæði síðari liðs) styttist, en áherzlan breytist
þannig, að aukaáherzla verður á þriðja atkvæði, en aukaáherzlan á
fyrsta atkvæði síðari liðs (öðru atkvæði orðsins) hverfur. Hvort-
tveggja er í samræmi við uppbyggingu ósamsettra orða. Á sama
hátt t. d. /köíffjelag/ ['khöyf:je,laq] í stað /köíp-fjelag/ ['khöy:ph-
,fjc:Iaq] kaupfélag, /köíppmaður/ ['khöyhpma,ðYr] í stað /köíp-
-maður/ ['khöy :ph,ma:ðYr] kaupmaður, /ammaíli/['am:ai,li] í stað
/av-maíli/ ['av ^maidi] afmœli. Á sama hátt og Breiðdalur er fram-
borið /breíddalur/, er Skriðdalur og iðulega framborið /skriddal-
21 Hljóðbreytingar, 7—8.
ISLENZK TUNGA
5