Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 122
STEFÁN EINARSSON
Boðháttur um atburði liðins tíma
MARGT er einkennilegt í íslenzkri setningafræði þótt ekki sé annað
nefnt en hvat manni eða fjöldi manns, einkum hvat manni. Þó
hygg eg að notkun boðháttar um liðna atburði sé allra merkilegust,
og veit eg varla hvort setningafræðingar og orðabókarhöfundar hafi
áttað sig fyllilega á merkingu hans, þó að þeir hafi nóg dæmi um
hann og sum sé rétt þýdd.
Skulu hér gefin nokkur dæmi um þessa notkun boðháttar í ís-
lenzku, minna stytt en þau eru í orðabókum, þannig að samhengi og
merking komi skýrar í ljós.
Fyrst eru dæmi um heill í sambandi við gefa, mæla, luka í sundr
munni, njóta, segja, senda.
[Hrolfr kraki] tok gvllhring af hendi ser ok gaf honvm. Þa
mælti VpGr: „Gef þv allra konvnga heilaztr ok þes strengi ec
heit, at verþa þes maNz bani, er þÍN bana maðr verðr.“ Þa
mælti konvngr ok hlo við: „litlv verþr VgGr feginn.“
Edda Snorra Sturlusonar (útg. Finns Jónssonar, K^benhavn
1931), 139, kap. 54.
Þetta dæmi er mjög skýrt. Fyrst gefur konungur hringinn. Eftir
það segir Vöggur: „Gef þú ...“
Qgmundr svarar: „Eigi vil ek selja feldinn, en ef þér lízk vel
á hann, þá vil ek gefa þér.“ „Gef þú manna heilstr,“ segir
Gunnar, „ok vilda ek geta launat þér þessa gjpf; . ..“
Ogmundar þáttr dytts, íslenzk fornrit, IX, 110 (= Flateyjarbók,
1860,1, 336, kap. 226).
Alveg sams konar og fyrra dæmið.
Hermundr segir: „Eigi skulu vit báðir á þingi annat sumar.“
Egill segir: „Nú mun ek þat mæla, er ek ætlaða, at írestask
myndi, at þú lúk heill munni í sundr; þat var snimma spát, at