Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 137
DOKTORSVORN
135
miklu sennilegri kenning þeirra fræSimanna sem hafa haldið því
fram að es/er væri runnið af fleira en einu falli gamals fornafns,
enda er þá auðveldara að skilja notkun þess í sambandi við atviks-
orð í staðar- og tímamerkingu. Að er í tímamerkingu getur vísað til
fallorðs (sjá bls. 23), sannar ekkert í þessu sambandi, því að fall-
orðin standa þar sem atviksliðir í setningunni (þat sumar, þann
dag) og svara því til atviksorða, og auk þess stendur tilvísunarorðið
ekki í nefnifallsstöðu, þó að reynt sé að skilgreina það í fallmerk-
ingu.
í þessu sambandi er rétt að benda á að flokkaskipting höf. kemur
dálítið einkennilega fyrir sjónir að því er tekur til tilvísunarorðsins
es/er þegar það vísar til atviksorða. Um það er rætt í tíðar- og
orsakasetningum í kaflanum um setningar af tilvísunarstofni, eins og
eðlilegt er; en þar er ekki rætt sérstaklega um það þegar það vísar
lil staðaratviksorðs, nema hvað það er aðeins nefnt á bls. 46. Það
kemur aftur á móti í kaflanum um setningar af spurnarstofni (bls.
56), og verður ekki séð hvað veldur.
Höfundur færir að því góð rök að anafórískt es komi fyrir í ein-
stökum sænskum rúnaristum, en það breytir engu um það sem nú
hefur verið rætt um, því að hvorttveggja er að notkun tilvísunarorðs
er miklu eldri í sænskum ristum, og í vesturnorrænu eru menjar um
slíkt fornafn næsta vafasamar; ég er ekki trúaður á skýringartilraun
höfundar á dæmunum úr Eddukvæðum (bls. 27—29); mér virðist
liggja beinna við að skýra þau sem tilvísunarorð, á svipaðan hátt og
Lindblad hefur gert, en út í það skal ekki nánar farið.
Á bls. 38 skýtur upp kollinum eftirlætiskenning höfundar um
stöðu aukasetninga. Hér segir að ákvæðisorð um tíma sé ákvarðað
með aukasetningu sem tengist aftan við setninguna er hún á að
ákvarða. Þetta er alltof mikið sagt á þessum stað, því að einmitt
tíðarsetningar standa mjög oft á undan aðalsetningu, eins og höf.
verður að kannast við síðar (bls. 137). Hér er um það að ræða að
tíðarsetning gegnir oft hlutverki setningarliðs sem skapar aðalsetn-
ingu baksvið í tíma. Slíkur setningarliður getur verið hvort heldur
sem er atviksliður í einhverri mynd eða aukasetning. Um þetta eru